Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“ Veitingastaðir Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“
Veitingastaðir Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira