„Þetta verður ekki auðvelt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 19:48 Donald Trump fletti dagblaðinu New York Post í dag. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að tollarnir væru miklu stærra högg fyrir Kína en Bandaríkin, það væri engin spurning. Þá sagði hann að Kína og aðrar þjóðir hefðu komið illa fram við Bandaríkin og það gæti ekki gengið til lengri tíma. „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus, en verðum það ekki lengur. Við erum að endurheimta störf og fyrirtæki eins og við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump. „Þetta er efnahagsleg bylting, og við munum sigra. Haldið ykkur fast, þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ sagði hann. Jaguar Land Rover tilkynnti um það í dag að hlé yrði gert á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjanna á innflutning allra erlendra bíla. Jaguar Land Rover er einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, en í tilkynningu frá þeim segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki fyrirtækisins. „Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ stóð í yfirlýsingunni frá Land Rover. Sjá einnig: Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Skjáskot Tollarnir komi til með að breytast Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ var haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Trumps á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að tollarnir væru miklu stærra högg fyrir Kína en Bandaríkin, það væri engin spurning. Þá sagði hann að Kína og aðrar þjóðir hefðu komið illa fram við Bandaríkin og það gæti ekki gengið til lengri tíma. „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus, en verðum það ekki lengur. Við erum að endurheimta störf og fyrirtæki eins og við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump. „Þetta er efnahagsleg bylting, og við munum sigra. Haldið ykkur fast, þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ sagði hann. Jaguar Land Rover tilkynnti um það í dag að hlé yrði gert á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjanna á innflutning allra erlendra bíla. Jaguar Land Rover er einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, en í tilkynningu frá þeim segir að Bandaríkin séu mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki fyrirtækisins. „Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ stóð í yfirlýsingunni frá Land Rover. Sjá einnig: Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Skjáskot Tollarnir komi til með að breytast Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ var haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. 4. apríl 2025 19:02