Körfubolti

Martin flottur í stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson og félagar átti góðan leik í dag.
Martin Hermannsson og félagar átti góðan leik í dag. Getty/Ahmet Ozkan

Alba Berlin fór á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag og vann stórsigur.

Alba Berlin vann 25 stiga sigur á Vechta á heimavelli sínum, 83-58.

Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson átti góðan leik, hann skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar á 21 mínútu.

Martin hitti úr 3 af 3 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og alls 6 af 10 skotum utan af velli.

Alba vann fyrsta leikhlutann 19-7 og var fimmtán stigum yfir í hálfleik, 44-29. Þeir keyrðu vo endanlega yfir mótherjann í þriðja leikhlutanum.

Vechta var sjö sætum ofar í töflunni fyrir leikinn en Alba hefur átt skrautlegt tímabil og er bara í þrettánda sæti deildarinnar.

Alba var nálægt sigri í Eurolegue í vikunni og með frammistöðu eins og í dag þá gætu Maerin og félagar gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×