Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. apríl 2025 21:31 Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Grunnskólar Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar