Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. apríl 2025 14:02 Ansi margir hafa tjáð sig um hugtakið „woke“ eftir að Sólveig Anna tjáði andúð sína á því á Samstöðinni í gær. Vísir Rökræður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Hallgríms Helgasonar, rithöfundar, um hugtakið „woke“ hafa ýtt af stað mikilli umræðu um hugtakið, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Ekki sér fyrir endann á skoðanaskiptum Sólveigar og Hallgríms. Samtal Hallgríms og Sólveigar átti sér stað í þættinum Synir Egils á Samstöðinni. Þar sagðist Sólveig vera orðin leið á „woke-leiðindaþusi“ og þyrfti vinstri vængur stjórnmálanna að hætta að reiða sig á þá hugmyndafræði hygðust þeir sem þar eru ná árangri. Hallgrímur furðaði sig á orðum Sólveigar, sagði hana tala eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti, dró það reyndar til baka, en sagði það að vera „woke“ í grunninn snúast um umburðarlyndi. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á orðaskiptum þeirra. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir í ummælum á Facebook að svo virðist sem Sólveig fái sína skilgreiningu úr „hægri bergmálshellum“ sem hún sjálf kannast ekki við. Öfgahægrið sé búið að reyna að búa til grýlu úr hugtakinu sem geri fólki til að mynda kleift að segjast vera á móti réttindum fólks, án þess að þurfa beinlínis að segjast vera á móti þeim. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hrósaði hins vegar Sólveigu sérstaklega fyrir að lýsa „woke“ sem ráðagjarni eða einræðislegri hugmyndafræði. Hann bauð hana velkomna um borð. Margir velta sérstaklega fyrir sér skilgreiningunni á „woke“-hugtakinu. Sumir vilja meina að ágreiningur Sólveigar og Hallgríms sé ekki hugmyndafræðilegur, heldur skilji þau hugtakið sem er til umfjöllunar með algjörlega ólíkum hætti. „Woke“ sjálfsbirgingsháttur „Mér fannst þau bæði hafa ýmislegt til síns máls, en þau voru ekki að tala saman heldur sundur, eins og við gerum stundum hér,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, á Facebook. Hann segist sjálfur aldrei myndu nota orðið sem skammaryrði. „Woke“ reki uppruna sinn til svartra í Bandaríkjunum. Hugtakið hafi breiðst út og sé nú eins konar regnhlífar hugtak um það að vera meðvitaður um alls kyns óréttlæti. „Við eigum að bera virðingu fyrir þeirri mannréttindabaráttu og hugtakinu í þessari upphaflegu merkingu,“ segir Guðmundur Andri. Hann segir Sólveigu Önnu líta málið öðrum augum. Hjá henni vísi „woke“ til sjálfsbirgingsháttur þeirra sem styðji við mannréttindabaráttu en setja sjálfa sig um leið á siðferðilega háan hest. „Því miður hefur þetta göfuga hugtak úr lífsbaráttu svartra farið að merkja í hugum almennings kröfu um að fallast skilyrðislaust á tiltekna skoðun eða sýn, þöggunartilburði, dómhörku og skort á umburðarlyndi.“ Sólveig Anna „woke“ eftir allt saman? Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason tekur í sama streng í Facebook-færslu. „Vil helst ekki eyðileggja góðan samfélagsmiðlaæsing en þau sem skilgreina sig sem woke og þau sem hata woke eru að tala um sitthvorn hlutinn. Það er því algjör óþarfi að rífast um þetta,“ segir hann. Að mati Atla Fannars myndi Sólveig Anna eflaust teljast „woke“ sjálf samkvæmt upprunalegu skilgreiningunni, þeirri sem hún „Þau sem telja sig vera woke horfa til upprunalegu skilgreiningarinnar, sem snerist um að vera vakandi gagnvart rasisma. Það færðist svo yfir á annað félagslegt óréttlæti, þannig að baráttukonan Sólveig Anna væri eflaust woke samkvæmt upprunalegu skilgreiningunni,“ segir Atli Fannar. „Þau sem hata woke skilgreina hugtakið hins vegar þannig að þau sem auglýsa góðmennsku sína, styðja slaufunarmenningu og pólitíska rétthugsun séu woke. Þau velja svo sjálf hverja þau skilgreina með þessum hætti, hvort sem fólki líkar betur eða verr.“ Sólveig í fararbroddi í stjörnuliði Brynjars Karls Brynjar Karl Sigurðsson, körfuknattleiksþjálfari, leggur jafnframt orð í belg, en hann virðist heillaður af frammistöðu Sólveigar á Samstöðinni og er tilbúinn að styðja Sósíalistaflokkinn ef Sólveig fær að leiða hann. „Frá og með deginum í dag er ég official Sósíalisti! Ég viðurkenni að ég er pínu stressaður—mér finnst ennþá sumt sem íslenskir sósíalistar segja algjört kjaftæði—EN, ég er farinn að sætta mig við þá hugsun að kona eins og Sólveig Anna Jónsdóttir viti bara betur en ég. Nú er ég bara „all ears“. Ef Sólveig leiðir Sósíalistana, þá er ég officially „game“.“ Brynjar virðist vera byrjaður að safna liði, en hann myndi vilja fá áðurnefndan Snorra og Eirík Björn Björgvinsson, þingmann Viðreisnar, og mögulega líka Guðnýju Maja Riba, varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. „All-Star Team úr Miðflokk, Viðreisn, Samfylkingu, Sósíalistar,“ segir Brynjar Karl. Hallgrímur tjáir sig aftur Hallgrímur Helgason hefur síðan tjáð sig um málið á ný á Facebook. Hann veitir því athygli að á samfélagsmiðlum hafi „allir hægridúddarnir“ fagnað Sólveigu Önnu. „Verð að játa að ég sá þessar vendingar ekki fyrir. Hélt að woke væri sjálfsagður hlutur öllu vökulu fólki og velmeinandi. En þarna ná Efling og Miðflokkurinn óvænt saman, sem og Mistflokkurinn í Valhöll,“ segir Hallgrímur. „En við höldum kúrs og lúffum aldrei á mannréttindum allra, hvar í kyni, húðlit, stríðum og óréttlæti sem þau standa. Veljum alltaf mannúð gegn mannhatri!“ Og Sólveig svarar Sólveig Anna tekur til máls á þræði Hallgríms og minnir hann á að hún heiti ekki Efling, heldur Sólveig Anna. „En fyrst þú vilt dyggðarskreyta þig með því að láta eins og ég/Efling séum einhverskonar mannhatarar og rasistar þá vil ég segja að það er ömurlegur málflutningur. Mikill woke-botn sem þú ert kominn á með því. Í Eflingu hefur frá því að ég tók við forrystu verið unnið það sem mögulega væri kallað frumkvöðlastarf ef um aðra en okkur væri að ræða, í því að opna félagið fyrir öllu félagsfólki og tryggja að allt fólk sé ekki bara velkomið heldur geti tekið þátt í pólitísku starfi félagsins sem og menningarlegu,“ segir Sólveig Anna. „Við túlkum alla fundi (höfum fyrir vilja okkar til að tryggja að þau sem ekki skilja íslensku geti tekið þátt stundum verið sökuð um að elska ekki þjóðtunguna). Við þýðum öll gögn. Við birtum allar fréttir á fleiri tungumálum en íslensku. Við erum með stórar samninganefndir mannaðar Eflingarfólki allsstaðar aðkomnu úr heiminum þar sem að allir hjálpast að við að skilja aðstæður. Allar glærur á fundum og námskeiðum eru tvítyngdar (og allt til viðbótar textatúlkað). Allt okkar félags-pólitíska starf gengur útá að Eflingarfólk standi saman - sama hver menningarlegur, trúarlegur eða landafræðilegur bakgrunnur er.“ Í stjórn félagsins sé fólk með gríðarlega fjölbreyttan bakgrunn, sama með trúnaðarráð og alla aðra vettvanga félagsins. „Ég gæti áfram talið upp dæmi um þá höfuðáherslu sem við leggjum á að allt Eflingarfólk sé ávallt velkomið og vel séð í öllu starfi. Þú finnur ekkert annað verkalýðsfélag á þessu landi sem vinnur með sambærilegum hætti, og þó viðar væri leitað. Við vinnum svona af því að við trúum á gildi lýðræðisins og samstöðunnar,“ segir Sólveig Anna. „En af því að þú kallaðir mig trumpista í gær viltu í dag kalla mig mannhatara. Enda mikill mannvinur og réttsýn í einu og öllu - segir þér í það minnsta spegilmyndin. Ég myndi flissa ef að þetta væri ekki svona tremendously sad eins og stundum er sagt.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Sólveigar Önnu. Jafnréttismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Samtal Hallgríms og Sólveigar átti sér stað í þættinum Synir Egils á Samstöðinni. Þar sagðist Sólveig vera orðin leið á „woke-leiðindaþusi“ og þyrfti vinstri vængur stjórnmálanna að hætta að reiða sig á þá hugmyndafræði hygðust þeir sem þar eru ná árangri. Hallgrímur furðaði sig á orðum Sólveigar, sagði hana tala eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti, dró það reyndar til baka, en sagði það að vera „woke“ í grunninn snúast um umburðarlyndi. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á orðaskiptum þeirra. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir í ummælum á Facebook að svo virðist sem Sólveig fái sína skilgreiningu úr „hægri bergmálshellum“ sem hún sjálf kannast ekki við. Öfgahægrið sé búið að reyna að búa til grýlu úr hugtakinu sem geri fólki til að mynda kleift að segjast vera á móti réttindum fólks, án þess að þurfa beinlínis að segjast vera á móti þeim. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hrósaði hins vegar Sólveigu sérstaklega fyrir að lýsa „woke“ sem ráðagjarni eða einræðislegri hugmyndafræði. Hann bauð hana velkomna um borð. Margir velta sérstaklega fyrir sér skilgreiningunni á „woke“-hugtakinu. Sumir vilja meina að ágreiningur Sólveigar og Hallgríms sé ekki hugmyndafræðilegur, heldur skilji þau hugtakið sem er til umfjöllunar með algjörlega ólíkum hætti. „Woke“ sjálfsbirgingsháttur „Mér fannst þau bæði hafa ýmislegt til síns máls, en þau voru ekki að tala saman heldur sundur, eins og við gerum stundum hér,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, á Facebook. Hann segist sjálfur aldrei myndu nota orðið sem skammaryrði. „Woke“ reki uppruna sinn til svartra í Bandaríkjunum. Hugtakið hafi breiðst út og sé nú eins konar regnhlífar hugtak um það að vera meðvitaður um alls kyns óréttlæti. „Við eigum að bera virðingu fyrir þeirri mannréttindabaráttu og hugtakinu í þessari upphaflegu merkingu,“ segir Guðmundur Andri. Hann segir Sólveigu Önnu líta málið öðrum augum. Hjá henni vísi „woke“ til sjálfsbirgingsháttur þeirra sem styðji við mannréttindabaráttu en setja sjálfa sig um leið á siðferðilega háan hest. „Því miður hefur þetta göfuga hugtak úr lífsbaráttu svartra farið að merkja í hugum almennings kröfu um að fallast skilyrðislaust á tiltekna skoðun eða sýn, þöggunartilburði, dómhörku og skort á umburðarlyndi.“ Sólveig Anna „woke“ eftir allt saman? Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason tekur í sama streng í Facebook-færslu. „Vil helst ekki eyðileggja góðan samfélagsmiðlaæsing en þau sem skilgreina sig sem woke og þau sem hata woke eru að tala um sitthvorn hlutinn. Það er því algjör óþarfi að rífast um þetta,“ segir hann. Að mati Atla Fannars myndi Sólveig Anna eflaust teljast „woke“ sjálf samkvæmt upprunalegu skilgreiningunni, þeirri sem hún „Þau sem telja sig vera woke horfa til upprunalegu skilgreiningarinnar, sem snerist um að vera vakandi gagnvart rasisma. Það færðist svo yfir á annað félagslegt óréttlæti, þannig að baráttukonan Sólveig Anna væri eflaust woke samkvæmt upprunalegu skilgreiningunni,“ segir Atli Fannar. „Þau sem hata woke skilgreina hugtakið hins vegar þannig að þau sem auglýsa góðmennsku sína, styðja slaufunarmenningu og pólitíska rétthugsun séu woke. Þau velja svo sjálf hverja þau skilgreina með þessum hætti, hvort sem fólki líkar betur eða verr.“ Sólveig í fararbroddi í stjörnuliði Brynjars Karls Brynjar Karl Sigurðsson, körfuknattleiksþjálfari, leggur jafnframt orð í belg, en hann virðist heillaður af frammistöðu Sólveigar á Samstöðinni og er tilbúinn að styðja Sósíalistaflokkinn ef Sólveig fær að leiða hann. „Frá og með deginum í dag er ég official Sósíalisti! Ég viðurkenni að ég er pínu stressaður—mér finnst ennþá sumt sem íslenskir sósíalistar segja algjört kjaftæði—EN, ég er farinn að sætta mig við þá hugsun að kona eins og Sólveig Anna Jónsdóttir viti bara betur en ég. Nú er ég bara „all ears“. Ef Sólveig leiðir Sósíalistana, þá er ég officially „game“.“ Brynjar virðist vera byrjaður að safna liði, en hann myndi vilja fá áðurnefndan Snorra og Eirík Björn Björgvinsson, þingmann Viðreisnar, og mögulega líka Guðnýju Maja Riba, varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. „All-Star Team úr Miðflokk, Viðreisn, Samfylkingu, Sósíalistar,“ segir Brynjar Karl. Hallgrímur tjáir sig aftur Hallgrímur Helgason hefur síðan tjáð sig um málið á ný á Facebook. Hann veitir því athygli að á samfélagsmiðlum hafi „allir hægridúddarnir“ fagnað Sólveigu Önnu. „Verð að játa að ég sá þessar vendingar ekki fyrir. Hélt að woke væri sjálfsagður hlutur öllu vökulu fólki og velmeinandi. En þarna ná Efling og Miðflokkurinn óvænt saman, sem og Mistflokkurinn í Valhöll,“ segir Hallgrímur. „En við höldum kúrs og lúffum aldrei á mannréttindum allra, hvar í kyni, húðlit, stríðum og óréttlæti sem þau standa. Veljum alltaf mannúð gegn mannhatri!“ Og Sólveig svarar Sólveig Anna tekur til máls á þræði Hallgríms og minnir hann á að hún heiti ekki Efling, heldur Sólveig Anna. „En fyrst þú vilt dyggðarskreyta þig með því að láta eins og ég/Efling séum einhverskonar mannhatarar og rasistar þá vil ég segja að það er ömurlegur málflutningur. Mikill woke-botn sem þú ert kominn á með því. Í Eflingu hefur frá því að ég tók við forrystu verið unnið það sem mögulega væri kallað frumkvöðlastarf ef um aðra en okkur væri að ræða, í því að opna félagið fyrir öllu félagsfólki og tryggja að allt fólk sé ekki bara velkomið heldur geti tekið þátt í pólitísku starfi félagsins sem og menningarlegu,“ segir Sólveig Anna. „Við túlkum alla fundi (höfum fyrir vilja okkar til að tryggja að þau sem ekki skilja íslensku geti tekið þátt stundum verið sökuð um að elska ekki þjóðtunguna). Við þýðum öll gögn. Við birtum allar fréttir á fleiri tungumálum en íslensku. Við erum með stórar samninganefndir mannaðar Eflingarfólki allsstaðar aðkomnu úr heiminum þar sem að allir hjálpast að við að skilja aðstæður. Allar glærur á fundum og námskeiðum eru tvítyngdar (og allt til viðbótar textatúlkað). Allt okkar félags-pólitíska starf gengur útá að Eflingarfólk standi saman - sama hver menningarlegur, trúarlegur eða landafræðilegur bakgrunnur er.“ Í stjórn félagsins sé fólk með gríðarlega fjölbreyttan bakgrunn, sama með trúnaðarráð og alla aðra vettvanga félagsins. „Ég gæti áfram talið upp dæmi um þá höfuðáherslu sem við leggjum á að allt Eflingarfólk sé ávallt velkomið og vel séð í öllu starfi. Þú finnur ekkert annað verkalýðsfélag á þessu landi sem vinnur með sambærilegum hætti, og þó viðar væri leitað. Við vinnum svona af því að við trúum á gildi lýðræðisins og samstöðunnar,“ segir Sólveig Anna. „En af því að þú kallaðir mig trumpista í gær viltu í dag kalla mig mannhatara. Enda mikill mannvinur og réttsýn í einu og öllu - segir þér í það minnsta spegilmyndin. Ég myndi flissa ef að þetta væri ekki svona tremendously sad eins og stundum er sagt.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Sólveigar Önnu.
Jafnréttismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira