Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar 7. apríl 2025 13:30 „Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun