Mikilvægur fundur með Íran framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 21:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira