Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2025 09:01 Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Ef þetta gerðist á Íslandi mundum við vænta þess að þjóðir heims – bæði stórar og smáar – töluðu hátt gegn slíku voðaverki og tækju sig saman um að stöðva það. Samt er það svo að Ísland hefur gert frekar lítið til að tala gegn eða þrýsta á stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza. Samhliða þessu máttleysi sýnum við líka meðvirkni. Rússland hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og verið útilokað frá alþjóðlegum íþróttamótum og menningarviðburðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. En þetta gildir ekki um Ísrael. Við höldum áfram að taka þátt í leik og starfi með Ísrael þrátt fyrir að vita um voðaverkin. Þetta er eins og að búa í blokk og vita að það býr ofbeldismaður í blokkinni en gera lítið sem ekkert í því. Við vitum að hann gengur í skrokk á fjölskyldunni sem býr við hliðina á honum, hefur lagt íbúð þeirra undir sig og hindrar meira að segja aðgang sjúkraliðs að hinum slösuðu. Samt höldum við áfram að bjóða honum í partý og spilum reglulega með honum bumbubolta. Við höfum aðeins maldað í móinn með þetta á aðalfundi húsfélagsins, sagt að hann verði að fylgja alþjóðlegum húsreglum, en það er u.þ.b. allt sem við höfum gert. Við viljum jú ekki blanda „pólitík“ saman við íþróttir og skemmtun. Auðvitað er það rugl. Alveg eins og einstaklingi ber siðferðisleg skylda til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart ofbeldi nágranna, þá hljótum við sem þjóð að bera skyldu til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart þjóðarmorðum. Þess vegna verða íslensk stjórnvöld að gera meira til að stöðva voðaverkin á Gaza og við öll að hætta að láta eins og það sé normalt að ríkið, sem stendur fyrir þjóðarmorðinu, standi líka eins og ekkert sé með okkur inni á íþróttavellinum, í viðskiptaheiminum eða á menningarsviðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Ef þetta gerðist á Íslandi mundum við vænta þess að þjóðir heims – bæði stórar og smáar – töluðu hátt gegn slíku voðaverki og tækju sig saman um að stöðva það. Samt er það svo að Ísland hefur gert frekar lítið til að tala gegn eða þrýsta á stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza. Samhliða þessu máttleysi sýnum við líka meðvirkni. Rússland hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og verið útilokað frá alþjóðlegum íþróttamótum og menningarviðburðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. En þetta gildir ekki um Ísrael. Við höldum áfram að taka þátt í leik og starfi með Ísrael þrátt fyrir að vita um voðaverkin. Þetta er eins og að búa í blokk og vita að það býr ofbeldismaður í blokkinni en gera lítið sem ekkert í því. Við vitum að hann gengur í skrokk á fjölskyldunni sem býr við hliðina á honum, hefur lagt íbúð þeirra undir sig og hindrar meira að segja aðgang sjúkraliðs að hinum slösuðu. Samt höldum við áfram að bjóða honum í partý og spilum reglulega með honum bumbubolta. Við höfum aðeins maldað í móinn með þetta á aðalfundi húsfélagsins, sagt að hann verði að fylgja alþjóðlegum húsreglum, en það er u.þ.b. allt sem við höfum gert. Við viljum jú ekki blanda „pólitík“ saman við íþróttir og skemmtun. Auðvitað er það rugl. Alveg eins og einstaklingi ber siðferðisleg skylda til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart ofbeldi nágranna, þá hljótum við sem þjóð að bera skyldu til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart þjóðarmorðum. Þess vegna verða íslensk stjórnvöld að gera meira til að stöðva voðaverkin á Gaza og við öll að hætta að láta eins og það sé normalt að ríkið, sem stendur fyrir þjóðarmorðinu, standi líka eins og ekkert sé með okkur inni á íþróttavellinum, í viðskiptaheiminum eða á menningarsviðinu. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar