Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar 9. apríl 2025 23:32 Komið þið sælar dömur. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd. Nú hefur RÚV, endurtekið, upplýst um illa meðferð blóðmera og visir.is fylgt þeirri frétt eftir. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd og menntað mig í henni. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein, Blóðmerar og fallin folöld þeirra. Þetta var ítarleg grein og að mínu mati mjög vel lögfræðilega rökstudd, en ég er lögfræðingur. Á þeim tíma þegar ég upplýsti um blóðmeraníðið, í umræddri grein, voruð þið báðar þingkonur. Í kjölfarið á skrifunum var haft samband við mig af útlenskum samtökum sem vildu gera heimildarmynd um blóðmeraníðið. Land of thousand bloodmares kom út. Talsverð umræða varð á þinginu sem Inga leiddi, með sóma. Áður er myndin var gerð opinber kynnti ég hana fyrir Flokki fólksins í félagsheimili flokksins og mér er minnisstætt þegar Inga sagði: ég get ei horft á þetta. Eftir að Inga komst í lykilstöðu sem ráðherra hefur hún ekkert hreyft við málinu! Daginn eftir hitti ég Viðreisnar Sigmar. Hann horfði á myndina í þinghúsinu en beitt sér í kjölfarið mjög lítið. Ég er búinn að rannsaka íslenska dýraverndarlöggjöf frá upphafi, þykist þekkja meginreglur hennar og hef lúslesið öll lögskýringargögn. Það er að mínu mati hafið yfir allan vafa að taka blóðs úr blóðmerum í þeim tilgangi að hafa keðjuverkandi slæm áhrif á önnur dýr sbr. notkun hormóns til að auka frjósemi í gylltum við sem þurfa að lifa við afar slæman kost og langt frá eðlislægum þörfum hverrar grísir bíða svo dauðdagi við afar umdeildar aðstæður er ekkert annað en gróft brot á lögum um velferð dýra. - Gleymum því heldur ekki að folöldin sem blóðmerarnar kasta fara næstum því daginn eftir í sláturhús. - Þetta er svo siðblint háttalag innan blóðmeraiðnaðarins að það hálfa væri nóg. Hvernig má það vera, ágætu ráðherrar, að þið leyfið þessu ennþá að viðgangast? Tryggvi Gunnarsson, frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, hvers minnisvarði stendur í þinggarðinum, kallaði oft konur til verka í dýravernd. Nú er ykkar tími komin Hanna Katrín og Inga Sæland! Höfundur er áhugamaður um dýravernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Hestar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Komið þið sælar dömur. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd. Nú hefur RÚV, endurtekið, upplýst um illa meðferð blóðmera og visir.is fylgt þeirri frétt eftir. Ég hef lengi verið áhugamaður um dýravernd og menntað mig í henni. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein, Blóðmerar og fallin folöld þeirra. Þetta var ítarleg grein og að mínu mati mjög vel lögfræðilega rökstudd, en ég er lögfræðingur. Á þeim tíma þegar ég upplýsti um blóðmeraníðið, í umræddri grein, voruð þið báðar þingkonur. Í kjölfarið á skrifunum var haft samband við mig af útlenskum samtökum sem vildu gera heimildarmynd um blóðmeraníðið. Land of thousand bloodmares kom út. Talsverð umræða varð á þinginu sem Inga leiddi, með sóma. Áður er myndin var gerð opinber kynnti ég hana fyrir Flokki fólksins í félagsheimili flokksins og mér er minnisstætt þegar Inga sagði: ég get ei horft á þetta. Eftir að Inga komst í lykilstöðu sem ráðherra hefur hún ekkert hreyft við málinu! Daginn eftir hitti ég Viðreisnar Sigmar. Hann horfði á myndina í þinghúsinu en beitt sér í kjölfarið mjög lítið. Ég er búinn að rannsaka íslenska dýraverndarlöggjöf frá upphafi, þykist þekkja meginreglur hennar og hef lúslesið öll lögskýringargögn. Það er að mínu mati hafið yfir allan vafa að taka blóðs úr blóðmerum í þeim tilgangi að hafa keðjuverkandi slæm áhrif á önnur dýr sbr. notkun hormóns til að auka frjósemi í gylltum við sem þurfa að lifa við afar slæman kost og langt frá eðlislægum þörfum hverrar grísir bíða svo dauðdagi við afar umdeildar aðstæður er ekkert annað en gróft brot á lögum um velferð dýra. - Gleymum því heldur ekki að folöldin sem blóðmerarnar kasta fara næstum því daginn eftir í sláturhús. - Þetta er svo siðblint háttalag innan blóðmeraiðnaðarins að það hálfa væri nóg. Hvernig má það vera, ágætu ráðherrar, að þið leyfið þessu ennþá að viðgangast? Tryggvi Gunnarsson, frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, hvers minnisvarði stendur í þinggarðinum, kallaði oft konur til verka í dýravernd. Nú er ykkar tími komin Hanna Katrín og Inga Sæland! Höfundur er áhugamaður um dýravernd
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar