Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2025 09:53 Íslensk stjórnvöld hafa ekki hirt um að innleiða EES-reglur um úrgang og umbúðir. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu hefur vísað tveimur málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins og áminnt Ísland fyrir brot á reglum um úrgang. Áminningin er vegna skorts á áætlunum um meðhöndlun og forvarnir gegn úrgangi. Íslensk stjórnvöld hafa fengið formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang eftir eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur eftirlit með því að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein fylgi reglum evrópska efnahagssvæðisins. Ísland er áminnt fyrir að tryggja ekki að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu í samræmi við rammatilskipun um úrgang. Formlegt áminningarbréf er sagt fyrsta skrefið í samningsbrotamáli. Enn hafi nokkur íslensk sveitarfélög ekki sett á fót svæðisbundnar útgangsstjórnunaráætlanir eins og þeim sé skylt samkvæmt tilskipuninni. Þá hafi landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð eins og ætlast sé til. Höfum ekki innleitt að fullu reglur um umbúðir Þá vísaði ESA tveimur aðskildum málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur aðeins innleitt EES-reglur að hluta til. Vísun mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegum samningsbrotamálum ESA gegn aðildarríkjum. Fyrra málið er sagt varða urðun úrgangs en reglurnar sem Ísland hefur enn ekki innleitt að fullu eiga að takmarka magn úrgangs sem er sent til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfið. ESA áminnti Ísland í ágúst árið 2022 og rökstuddi það álit í febrúar 2023. Hitt málið snýst um að Ísland hafi ekk innleitt að fullu reglur um umbúðir og umbúðaúrgang sem kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan evrópska efnahagssvæðisins. Formlegt áminningarbréf var gefið út vegna þess í mars 2022 og álit ESA rökstutt í maí sama ár. EES-samningurinn Evrópusambandið Sorphirða Stjórnsýsla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fengið formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang eftir eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur eftirlit með því að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein fylgi reglum evrópska efnahagssvæðisins. Ísland er áminnt fyrir að tryggja ekki að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu í samræmi við rammatilskipun um úrgang. Formlegt áminningarbréf er sagt fyrsta skrefið í samningsbrotamáli. Enn hafi nokkur íslensk sveitarfélög ekki sett á fót svæðisbundnar útgangsstjórnunaráætlanir eins og þeim sé skylt samkvæmt tilskipuninni. Þá hafi landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð eins og ætlast sé til. Höfum ekki innleitt að fullu reglur um umbúðir Þá vísaði ESA tveimur aðskildum málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur aðeins innleitt EES-reglur að hluta til. Vísun mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegum samningsbrotamálum ESA gegn aðildarríkjum. Fyrra málið er sagt varða urðun úrgangs en reglurnar sem Ísland hefur enn ekki innleitt að fullu eiga að takmarka magn úrgangs sem er sent til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfið. ESA áminnti Ísland í ágúst árið 2022 og rökstuddi það álit í febrúar 2023. Hitt málið snýst um að Ísland hafi ekk innleitt að fullu reglur um umbúðir og umbúðaúrgang sem kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan evrópska efnahagssvæðisins. Formlegt áminningarbréf var gefið út vegna þess í mars 2022 og álit ESA rökstutt í maí sama ár.
EES-samningurinn Evrópusambandið Sorphirða Stjórnsýsla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira