Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sunna Sæmundsdóttir og Árni Sæberg skrifa 10. apríl 2025 13:14 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun til minnisblaða sem stjórnarflokkarnir kölluðu eftir frá þáverandi matvælaráðuneyti í stjórnarmyndunarviðræðum. Tekið hafi verið tillit til minnisblaðanna Morgunblaðið greindi frá því í gær að þar komi meðal annars fram mat embættismanna um að betri greiningar þyrfti til að móta mætti nýja stefnu af ábyrgð. „Ítrekað var bent á að forsendur væru ótryggar, að gögn vantaði og að tillögur þyrftu að fá efnislega umræðu áður en ákvörðun yrði tekin. Það þarf mikinn ásetning til að hunsa slíka ráðgjöf og þrátt fyrir þessi varnaðarorð var frumvarpið í samráðsgátt í aðeins sjö virka daga,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/Anton Brink Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku málið upp og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, svaraði því til að brugðist hafi verið við vissum áhyggjum. Til að mynda séu ekki allar fisktegundir undir í nýrri aðferðafræði við útreikning á veiðigjaldi - sem hækkar umtalsvert eftir breytingar. Samkvæmt frumvarpinu mun aflaverðmæti þorsks og ýsu miðast við innlenda fiskmarkaði en verðmæti kolmunna og makríls við meðalverð í Noregi. „Við fengum ráðgjöf frá Noregi sem staðfesti að norska verðið væri markaðsverð. Það var nákvæmlega tekið tillit til minnisblaðanna,“ sagði Hanna Katrín. Hafnar ásökunum um óábyrga stjórnsýslu Guðrún spurði Hönnu Katrínu einnig hvers vegna samráðsferli hefði verið lokað áður en hagsmunaaðilar gáti gefið umsagnir um máli. „Þessi málsmeðferð ber ekki aðeins merki um óvandaða stjórnsýslu. Hún sýnir ábyrgðarleysi gagnvart einni af grunnstoðum íslensks atvinnulífs,“ sagði hún. „Ég verð að segja að mér finnst formaður Sjálfstæðisflokksins fara hér ansi bratt, að tala um óábyrga stjórnsýslu. Staðreyndin er sú, eins og við þekkjum, að minnisblöð, ekki síst við stjórnarmyndunarviðræður eru unnin í miklum flýti, enda eru þau minnisblöð sem hér er vísað í sett fram með þeim fyrirvara að það sé þörf á að framkvæma ítarlegri greiningar til að leggja mat á áhrif. Sú vinna hófst í ráðuneytinu eftir að ég kom þangað inn og samráðið hófst mjög fljótlega.“ Upplýsingar hafi legið fyrir, hún sé með mjög skýra tímalínu í málinu og sannarlega hafi verið brugðist við ákveðnum áhyggjum og vísbendingum sem komu fram í minnisblaðinu. „Þannig að það var nákvæmlega tekið tillit til minnisblaðanna og í kjölfarið var farið í samráð með hagsmunaaðilum. Það var tala um það frá upphafi þessarar ríkisstjórnarsamstarfs að við ætluðum að leiðrétta grunninn, það var rætt við upphaf þingmálaskrár, það var rætt við framlagningu fjármálaáætlunar. Það var rætt á fundum, formlegum sem óformlegum, við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi,“ svaraði atvinnuvegaráðherra. „Ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi“ Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að leggja einnig mat á mögulegar breytingar á rekstarforsendum sjávarútvegsfyrirtækja. „Og þannig aðra tekjuöflun ríkissjóðs. Það er ekki nóg að leggja mat á tekjuöflun í tómarúmi. Við lifum nefnilega í raunheimum,“ sagði Jens Garðar og spurði hvort enn stæði til að leggja málið fram óbreytt. „Keyra það í gegn á lokadögum þings, þrátt fyrir alla þá ágalla sem bent hefur verið á.“ Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín segir nú unnið úr umsögnum og benti á þingleg meðferð sé fram undan. Svarið við því hvort klára eigi málið sé hins vegar já. „Og síðan er það hitt, spurt er af hverju er ríkisstjórnin sé ekki í raunheimum. Ég ætla bara að segja það að ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi. Má bjóða minnihlutanum að koma með okkur?“ sagði Hanna Katrín við miklar undirtektir stjórnarliða í þingsal. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun til minnisblaða sem stjórnarflokkarnir kölluðu eftir frá þáverandi matvælaráðuneyti í stjórnarmyndunarviðræðum. Tekið hafi verið tillit til minnisblaðanna Morgunblaðið greindi frá því í gær að þar komi meðal annars fram mat embættismanna um að betri greiningar þyrfti til að móta mætti nýja stefnu af ábyrgð. „Ítrekað var bent á að forsendur væru ótryggar, að gögn vantaði og að tillögur þyrftu að fá efnislega umræðu áður en ákvörðun yrði tekin. Það þarf mikinn ásetning til að hunsa slíka ráðgjöf og þrátt fyrir þessi varnaðarorð var frumvarpið í samráðsgátt í aðeins sjö virka daga,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/Anton Brink Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku málið upp og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, svaraði því til að brugðist hafi verið við vissum áhyggjum. Til að mynda séu ekki allar fisktegundir undir í nýrri aðferðafræði við útreikning á veiðigjaldi - sem hækkar umtalsvert eftir breytingar. Samkvæmt frumvarpinu mun aflaverðmæti þorsks og ýsu miðast við innlenda fiskmarkaði en verðmæti kolmunna og makríls við meðalverð í Noregi. „Við fengum ráðgjöf frá Noregi sem staðfesti að norska verðið væri markaðsverð. Það var nákvæmlega tekið tillit til minnisblaðanna,“ sagði Hanna Katrín. Hafnar ásökunum um óábyrga stjórnsýslu Guðrún spurði Hönnu Katrínu einnig hvers vegna samráðsferli hefði verið lokað áður en hagsmunaaðilar gáti gefið umsagnir um máli. „Þessi málsmeðferð ber ekki aðeins merki um óvandaða stjórnsýslu. Hún sýnir ábyrgðarleysi gagnvart einni af grunnstoðum íslensks atvinnulífs,“ sagði hún. „Ég verð að segja að mér finnst formaður Sjálfstæðisflokksins fara hér ansi bratt, að tala um óábyrga stjórnsýslu. Staðreyndin er sú, eins og við þekkjum, að minnisblöð, ekki síst við stjórnarmyndunarviðræður eru unnin í miklum flýti, enda eru þau minnisblöð sem hér er vísað í sett fram með þeim fyrirvara að það sé þörf á að framkvæma ítarlegri greiningar til að leggja mat á áhrif. Sú vinna hófst í ráðuneytinu eftir að ég kom þangað inn og samráðið hófst mjög fljótlega.“ Upplýsingar hafi legið fyrir, hún sé með mjög skýra tímalínu í málinu og sannarlega hafi verið brugðist við ákveðnum áhyggjum og vísbendingum sem komu fram í minnisblaðinu. „Þannig að það var nákvæmlega tekið tillit til minnisblaðanna og í kjölfarið var farið í samráð með hagsmunaaðilum. Það var tala um það frá upphafi þessarar ríkisstjórnarsamstarfs að við ætluðum að leiðrétta grunninn, það var rætt við upphaf þingmálaskrár, það var rætt við framlagningu fjármálaáætlunar. Það var rætt á fundum, formlegum sem óformlegum, við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi,“ svaraði atvinnuvegaráðherra. „Ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi“ Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að leggja einnig mat á mögulegar breytingar á rekstarforsendum sjávarútvegsfyrirtækja. „Og þannig aðra tekjuöflun ríkissjóðs. Það er ekki nóg að leggja mat á tekjuöflun í tómarúmi. Við lifum nefnilega í raunheimum,“ sagði Jens Garðar og spurði hvort enn stæði til að leggja málið fram óbreytt. „Keyra það í gegn á lokadögum þings, þrátt fyrir alla þá ágalla sem bent hefur verið á.“ Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín segir nú unnið úr umsögnum og benti á þingleg meðferð sé fram undan. Svarið við því hvort klára eigi málið sé hins vegar já. „Og síðan er það hitt, spurt er af hverju er ríkisstjórnin sé ekki í raunheimum. Ég ætla bara að segja það að ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi. Má bjóða minnihlutanum að koma með okkur?“ sagði Hanna Katrín við miklar undirtektir stjórnarliða í þingsal.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira