Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2025 14:22 Alfreð Elíasson og Jóhannes Einarsson í veislu eftir aðalfund Loftleiða seint á sjöunda áratugnum. Það var á þessum tíma sem Alfreð fól Jóhannesi að finna Rolls Royce-flugvélunum nýtt hlutverk. Eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands vildi Alfreð að Jóhannes yrði forstjóri Flugleiða. Úr einkasafni Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um íslensku flugnýlenduna sem tók að myndast í Lúxemborg um miðjan sjötta áratuginn eftir að Findel-flugvöllur varð miðstöð Loftleiða á meginlandi Evrópu vegna Ameríkuflugsins. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að taka þotur í notkun 1970. Og Monsarnir eru hægt og rólega teknir úr notkun. Þá var það spurningin: Hvað á að gera við þá?“ segir Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, en hann er meðal viðmælenda þáttanna. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, hafði árið 1969 falið einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, sem annaðist flotamál Loftleiða, að finna flugvélunum nýtt hlutverk. Rolls Royce 400 var opinbera heiti Loftleiða á Canadair CL-44 flugvélunum.Icelandair Á sama tíma var samgönguráðherra Lúxemborgar að leita leiða til að efla Findel-flugvöll. Sænskur skipakóngur, Christer Salen, hafði um líkt leyti viðrað hugmynd við Loftleiðamenn um fraktflugfélag en CL44-vélarnar höfðu upphaflega verið smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Jóhannes Einarsson lagði til að efnt yrði til þríhliða viðræðna. Þær leiddu til stofnunar Cargolux þann 4. mars árið 1970. Flugrekstrarleyfi fékkst 10. maí árið 1970 og fyrsta flugið undir merki Cargolux var farið daginn eftir. Kassarnir þrír í merki Cargolux tákna þessar þrjár upphaflegu stoðir félagsins. Flugvélarnar voru upphaflega smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Loftleiðavélin Þorvaldur Eiríksson, TF-LLJ, var fyrsta flugvél Cargolux.Cargolux Fyrstu flugvélina, gömlu Loftleiðavélina TF-LLJ, leigði Cargolux en félagið tók síðar yfir allar CL 44-vélar Loftleiða. Flugrekstrarskírteinið fékk Cargolux 10. maí árið 1970 og var fyrsta flugið undir merki Cargolux farið daginn eftir. Samningurinn um fimmtu flugvél Cargolux varð sögulegur því hún hafði skömmu áður brotlent á Kennedyflugvelli í New York í síðasta farþegafluginu fyrir Loftleiðir. Skiptar skoðanir voru innan Loftleiða um hvort ætti að rífa flugvélina en Jóhannes fékk því framgengt að hún yrði gerð upp. Hann samdi svo um flugvélina við Christer Salen á næturklúbbi í Lúxemborg og var samningurinn skrifaður á borðdúk í veitingasalnum. Loftleiðavélin Bjarni Herjólfsson á maganum á Kennedy-flugvelli vorið 1970. Hún var gerð upp og fór til Cargolux.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Ég vil segja að Jóhannes Einarsson er faðir Cargolux. Það er honum að þakka allt þetta sem er búið að gera enn þann dag í dag,“ segir Agnar Sigurvinsson, sem flutti ásamt fjölskyldu til Lúxemborgar árið 1966 til að vinna sem flugvirki hjá Loftleiðum. Agnar starfaði síðar sem flugvélstjóri á Boeing 747-þotum Cargolux. Hér má sjá tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Þetta var fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Seinni þátturinn verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Ítarlegt viðtal var við Jóhannes Einarsson á Stöð 2 árið 2017, sem sjá má hér: Flugþjóðin Lúxemborg Icelandair Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um íslensku flugnýlenduna sem tók að myndast í Lúxemborg um miðjan sjötta áratuginn eftir að Findel-flugvöllur varð miðstöð Loftleiða á meginlandi Evrópu vegna Ameríkuflugsins. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að taka þotur í notkun 1970. Og Monsarnir eru hægt og rólega teknir úr notkun. Þá var það spurningin: Hvað á að gera við þá?“ segir Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, en hann er meðal viðmælenda þáttanna. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, hafði árið 1969 falið einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, sem annaðist flotamál Loftleiða, að finna flugvélunum nýtt hlutverk. Rolls Royce 400 var opinbera heiti Loftleiða á Canadair CL-44 flugvélunum.Icelandair Á sama tíma var samgönguráðherra Lúxemborgar að leita leiða til að efla Findel-flugvöll. Sænskur skipakóngur, Christer Salen, hafði um líkt leyti viðrað hugmynd við Loftleiðamenn um fraktflugfélag en CL44-vélarnar höfðu upphaflega verið smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Jóhannes Einarsson lagði til að efnt yrði til þríhliða viðræðna. Þær leiddu til stofnunar Cargolux þann 4. mars árið 1970. Flugrekstrarleyfi fékkst 10. maí árið 1970 og fyrsta flugið undir merki Cargolux var farið daginn eftir. Kassarnir þrír í merki Cargolux tákna þessar þrjár upphaflegu stoðir félagsins. Flugvélarnar voru upphaflega smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Loftleiðavélin Þorvaldur Eiríksson, TF-LLJ, var fyrsta flugvél Cargolux.Cargolux Fyrstu flugvélina, gömlu Loftleiðavélina TF-LLJ, leigði Cargolux en félagið tók síðar yfir allar CL 44-vélar Loftleiða. Flugrekstrarskírteinið fékk Cargolux 10. maí árið 1970 og var fyrsta flugið undir merki Cargolux farið daginn eftir. Samningurinn um fimmtu flugvél Cargolux varð sögulegur því hún hafði skömmu áður brotlent á Kennedyflugvelli í New York í síðasta farþegafluginu fyrir Loftleiðir. Skiptar skoðanir voru innan Loftleiða um hvort ætti að rífa flugvélina en Jóhannes fékk því framgengt að hún yrði gerð upp. Hann samdi svo um flugvélina við Christer Salen á næturklúbbi í Lúxemborg og var samningurinn skrifaður á borðdúk í veitingasalnum. Loftleiðavélin Bjarni Herjólfsson á maganum á Kennedy-flugvelli vorið 1970. Hún var gerð upp og fór til Cargolux.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Ég vil segja að Jóhannes Einarsson er faðir Cargolux. Það er honum að þakka allt þetta sem er búið að gera enn þann dag í dag,“ segir Agnar Sigurvinsson, sem flutti ásamt fjölskyldu til Lúxemborgar árið 1966 til að vinna sem flugvirki hjá Loftleiðum. Agnar starfaði síðar sem flugvélstjóri á Boeing 747-þotum Cargolux. Hér má sjá tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Þetta var fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Seinni þátturinn verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Ítarlegt viðtal var við Jóhannes Einarsson á Stöð 2 árið 2017, sem sjá má hér:
Flugþjóðin Lúxemborg Icelandair Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09