NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Lovísa Arnardóttir skrifar 11. apríl 2025 06:21 Þrír mótmælenda fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu á vettvangi eftir að lögregla beitti piparúða á mótmælum þann 31. maí í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. „Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
„Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.
Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33
Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07
Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04
„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02