Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2025 11:27 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á myrku dansgólfi á balli á Vesturlandi árið 2023. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi. Dómsmál Næturlíf Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira