Innherji

Góður tími fyrir gjald­eyris­kaup bankans og ætti að bæta jafn­vægið á markaði

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson boðaði á ársfundi í gær að Seðlabankinn myndi hefja að nýju regluleg gjaldeyriskaup á markaði fyrir um sex milljónir evra í hverri viku, eða sem jafngildir jafnvirði nálægt fimmtíu milljarða króna á ársgrundvelli.
Ásgeir Jónsson boðaði á ársfundi í gær að Seðlabankinn myndi hefja að nýju regluleg gjaldeyriskaup á markaði fyrir um sex milljónir evra í hverri viku, eða sem jafngildir jafnvirði nálægt fimmtíu milljarða króna á ársgrundvelli. Vísir/Vilhelm

Ákvörðun Seðlabankans að hefja reglukaup kaup á gjaldeyri kemur á góðum tímapunkti, að mati gjaldeyrismiðlara, núna þegar lífeyrissjóðir hafa dregið sig til hlés samtímis talsverðu innflæði á markaðinn sem hefur ýtt undir gengisstyrkingu krónunnar. Áætluð kaup bankans, gerð í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann sem hefur farið lækkandi, ættu ekki að hafa mikil áhrif á gengið en krónan gaf lítillega eftir við opnun markaða í morgun.


Tengdar fréttir

Þurfum „stóran“ forða og segir eðlilegt að ríkið gefi reglulega út bréf erlendis

Það er mikilvægt fyrir Ísland að halda úti „stórum“ gjaldeyrisvaraforða en sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hann minnkað talsvert á skömmum tíma og er nú aðeins lítillega yfir þeim viðmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett. Hægt væri að styrkja forðann með lántöku ríkissjóðs í erlendri mynt en eðlilegt er að íslenska ríkið gefi reglulega út slík skuldabréf, að sögn seðlabankastjóra.

Krónan styrkist hratt eftir að líf­eyris­sjóðir og spá­kaup­menn drógu sig í hlé

Ekkert lát er á gengisstyrkingu krónunnar, sem er núna í sínu hæsta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023, en sú þróun má einkum rekja til þess að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa verið hverfandi frá áramótum og framvirkar stöður með krónunni ekki minni um langt árabil. Mikil hækkun á gengi krónunnar að undanförnu kemur á sama tíma og blikur eru á lofti hjá sumum af helstu útflutningsgreinum landsins og útlit fyrir nokkurn viðskiptahalla á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×