„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 16:00 Ólafur Ólafsson var maður leiksins hjá Körfuboltakvöldi í gær og hlaut gjafabréf hjá Just Wingin' It. Stöð 2 Sport Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31
„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10
„Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53
Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22