Innlent

Fjórir slasaðir eftir al­var­legt slys

Samúel Karl Ólason skrifar
Að minnsta kosti einn var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Að minnsta kosti einn var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Bíll lenti utanvegar við Grafará, suður af Hofsós, en allir sem voru í bílnum voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar.

Tvær sjúkraflugvélar og þyrla Landhelgisgæslunnar voru notaðar til að flytja hina slösuðu.

Í færslu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að líðan hinna slösuðu sé eftir atvikum.

Þar kemur einnig fram að óskað hafi verið eftir aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins á Íslandi og að bakvakt barnarverndar í Skagafirði hafi verið upplýst um málið. Það sé vegna þess að talsvert hafi verið af ungmennum á vettvangi.

Veginum var lokað um tíma vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×