Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar 13. apríl 2025 09:03 Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun