Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 13. apríl 2025 08:31 Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar