Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Jón Þór Stefánsson skrifar 14. apríl 2025 13:51 Margréti Friðriks var vísað úr vél Icelandair í september 2022. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022. Málsatvikin voru á þá leið að þegar Margrét var á leið um borð í vélina var henni gert að skilja handfarangurstösku sína eftir, en flugvallarstarfsmenn vilja færa hana í farangursrými vélarinnar. Margrét mun hafa verið ósátt með það. Síðan þegar hún kom inn í vélina var henni gert að setja upp grímu, en atvik málsins áttu sér stað þegar kórónuveirufaraldurinn stóð yfir. Margrét var líka ósátt með það. Vegna þessara tveggja mála varð ágreiningur milli Margrétar og áhafnar vélarinnar, sem lauk með því að lögregla var kölluð til og vísað frá borði. Ágreiningur málsins snerist um hvort Icelandair hafi verið heimilt að vísa henni frá borði. Héraðsdómur komst að því að Margréti hefði ekki tekist að sanna að óheimilt hafi verið að hafna henni um að hafa farangurstöskuna um borð, og þá hefði ákvörðun flugstjóra um að vísa henni úr vélinni verið heimil. Vildi fjórtán milljónir fyrir heimildarmynd sem ekkert varð úr Margrét var á leið til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Þar ætlaði hún, meðal annars ásamt Ernu Ýr Öldudóttur, að taka upp heimildarmynd Líkt og áður segir krafðist Margrét um 24 milljóna í skaða- og miskabætur. Stærstur hluti þeirrar upphæðar varðaði bætur vegna „eyðilagðrar“ heimildarmyndar. Hún vildi 14,2 milljónir vegna hennar, en kröfufjárhæðin tók mið af lágmarksverðlagningu streymisveitunnar Netflix á heimildarmyndum, en Margrét hafði í hyggju að selja sýningarréttinn þangað. „Ljóst er að um einstakt myndefni í sérflokki hefði verið að ræða þar sem enginn í heiminum hefur náð þeirri aðstöðu líkt og stefnandi að geta unnið heimildarmynd um stríðið í Úkraínu með því að komast á þau svæði þar sem barist var á þessum tíma,“ sagði í stefnu Margrétar. Viss um að Netflix myndi vilja sýna myndina Fram kom í skýrslu Margrétar fyrir dómi að hún hefði verið í sambandi við Angels Studio, sem mun vera með samning um dreifingu kvikmynda við Netflix. Hún hafi fengið þau svör að ef hún hefði hugmynd að heimildarmynd gæti hún sent þeim hugmyndina. Margrét sagðist viss um að hugmyndin að myndinni sem hún ætlaði sér að gera yrði samþykkt. Ekki hafi verið rætt um verð fyrir myndina og enginn samningur verið undirritaður. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Margrétar um tjónið vegna eyðilagðrar heimildarmyndar þar sem krafan væri einungis byggð á staðhæfingum hennar. Dómurinn taldi hana ekki hafa sýnt fram á raunverulegt tjón. Icelandair Dómsmál Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Málsatvikin voru á þá leið að þegar Margrét var á leið um borð í vélina var henni gert að skilja handfarangurstösku sína eftir, en flugvallarstarfsmenn vilja færa hana í farangursrými vélarinnar. Margrét mun hafa verið ósátt með það. Síðan þegar hún kom inn í vélina var henni gert að setja upp grímu, en atvik málsins áttu sér stað þegar kórónuveirufaraldurinn stóð yfir. Margrét var líka ósátt með það. Vegna þessara tveggja mála varð ágreiningur milli Margrétar og áhafnar vélarinnar, sem lauk með því að lögregla var kölluð til og vísað frá borði. Ágreiningur málsins snerist um hvort Icelandair hafi verið heimilt að vísa henni frá borði. Héraðsdómur komst að því að Margréti hefði ekki tekist að sanna að óheimilt hafi verið að hafna henni um að hafa farangurstöskuna um borð, og þá hefði ákvörðun flugstjóra um að vísa henni úr vélinni verið heimil. Vildi fjórtán milljónir fyrir heimildarmynd sem ekkert varð úr Margrét var á leið til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Þar ætlaði hún, meðal annars ásamt Ernu Ýr Öldudóttur, að taka upp heimildarmynd Líkt og áður segir krafðist Margrét um 24 milljóna í skaða- og miskabætur. Stærstur hluti þeirrar upphæðar varðaði bætur vegna „eyðilagðrar“ heimildarmyndar. Hún vildi 14,2 milljónir vegna hennar, en kröfufjárhæðin tók mið af lágmarksverðlagningu streymisveitunnar Netflix á heimildarmyndum, en Margrét hafði í hyggju að selja sýningarréttinn þangað. „Ljóst er að um einstakt myndefni í sérflokki hefði verið að ræða þar sem enginn í heiminum hefur náð þeirri aðstöðu líkt og stefnandi að geta unnið heimildarmynd um stríðið í Úkraínu með því að komast á þau svæði þar sem barist var á þessum tíma,“ sagði í stefnu Margrétar. Viss um að Netflix myndi vilja sýna myndina Fram kom í skýrslu Margrétar fyrir dómi að hún hefði verið í sambandi við Angels Studio, sem mun vera með samning um dreifingu kvikmynda við Netflix. Hún hafi fengið þau svör að ef hún hefði hugmynd að heimildarmynd gæti hún sent þeim hugmyndina. Margrét sagðist viss um að hugmyndin að myndinni sem hún ætlaði sér að gera yrði samþykkt. Ekki hafi verið rætt um verð fyrir myndina og enginn samningur verið undirritaður. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Margrétar um tjónið vegna eyðilagðrar heimildarmyndar þar sem krafan væri einungis byggð á staðhæfingum hennar. Dómurinn taldi hana ekki hafa sýnt fram á raunverulegt tjón.
Icelandair Dómsmál Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06
Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent