Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 14. apríl 2025 14:33 Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United gagnrýndi þróun fótboltans eftir leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með 0-0 jafntefli. Hann talaði um micro-management og að sú nálgun væri „sjúkdómur“ sem væri að eyðileggja fótboltann. sem væri að eyðileggja fótboltann. Þá benti hann á að fótboltinn væri að verða of mikill „vélmennafótbolti“ þannig að dregið hefur úr sköpunargáfu, sjálfstæði, frelsi og áhættusækni leikmanna. Það er þó eflaust hægt að telja upp nokkra þjálfara sem hafa náð góðum árangri með slíkri nálgun. En hvað segja rannsóknir okkur? Hvaða áhrif hefur getur of mikil stjórnun haft á íþróttafólk? Mér finnst smásmugulegt eftirlit ansi góð og lýsandi þýðing á hugtakinu micro management en í því felst að einhver fylgist mjög náið með öðrum og stýrir jafnvel hverju smáatriði og tekur þannig stjórn á hegðun einstaklings eða aðstæðum. Þegar skoðaðar eru rannsóknir í tengslum við stjórnun og starfsumhverfi sýna þær að slíka nálgun er almennt talin hafa neikvæð áhrif. Of mikið eftirlit og lítið umboð til athafna hefur neikvæð áhrif á nýsköpun og getur einnig dregið úr starfsánægju og starfsanda. Fólk hefur jafnvel lýst því hversu óþægilegt þeim fannst að hafa stjórnanda stöðugt að fylgjast með sér og jafnvel benda á hvert smáatriði. Afleiðingarnar eru þær að fólk upplifir vantraust og hræðslu við að vinna sjálfstætt. Þetta getur því dregið úr sjálfstæði, sjálfsöryggi og frumkvæði. Í rannsóknum í íþróttum hafa verið notað hugtök eins og stjórnandi þjálfun (e. controlling coaching), stuðningur við sjálfræði (e. autonomy support), samskiptamiðuð þjálfun (e. Interpersonal coaching) eða valdmannsleg/einræðislegur þjálfunarstíll (e. authoritarian coaching). Rannsóknir fjalla meðal annars um það hvernig ákveðnar þjálfunaraðferðir hafa áhrif á íþróttafólk. Til dæmis hvernig of mikil stjórnun og skortur á trausti til leikmanna getur haft neikvæð áhrif á t.d. frammistöðu, sjálfstæði við ákvarðanatökur, áhugahvöt og kvíða. Rannsóknir sýna m.a. að of mikil stjórnun getur haft neikvæð áhrif á andlega líðan og frammistöðu leikmanna. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að þeir þjálfarar sem leitast við að stjórna hverju smáatriði hjá leikmönnum geta aukið tilfinningu þeirra um að þeir hafi ekki stjórn á aðstæðum á meðan þjálfarar sem styðja við sjálfræði leikmanna hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra. Þeir sem krefjast þess að leikmenn fari eftir þeim í einu og öllu og taka minna mark á innsæi eða sjálfræði leikmanna geta valdið því að leikmenn upplifa að þeir hafi ekki stjórn og tengjast verkefninu síður tilfinningalega. Þegar einstaklingar fá ekki að taka ákvarðanir, treysta innsæi sínu, eða hafa áhrif á verkefnið, getur það haft neikvæð áhrif á frammistöðu og hvata leikmanna. Hlutverk þjálfara er meðal annars að undirbúa leikmenn - setja upp leikáætlun/áætlanir (game plan) og vissulega hjálpar það að leikmenn viti hvers er ætlast til af þeim og hlutverk þeirra séu skýr. Leikmenn reiða sig á þekkingu og reynslu þjálfarans sem hjálpar leikmönnum að undirbúa sig sem best til að ná árangri. Út frá því sem rannsóknir gefa til kynna þá er mikilvægt að þjálfarar sýni sveigjanleika gagnvart leikmönnum, því jú sjálfræði er okkur gríðarlega mikilvægt. Sjálfstæðisákvörðunarkenningin (e. Self-determination theory) segir að sjálfræði sé ein af sálrænum grundvallaþörfum mannsins, þ.e. að upplifa þá tilfinningu að athafnir séu sjálfssprottnar, þær séu í samræmi við eigin áhuga, gildi og vilja. Sjálfræði er í raun meðfædd tilhneiging til að stjórna eigin lífi. Hæfni fólks til að hafa áhrif á eigin hugsanir, hegðun eða tilfinningar. Í stuttu máli fjallar hún um sjálfræði sem afar mikilvægan þátt velfarnaðar, áhugahvatar og sjálfsstjórnunar. Þá hafa fræðimenn bent á að ef ýtt er undir sjálfræði þá nálgast fólk viðfangsefnið af meiri áhuga, skuldbindingu og innri aga. Hins vegar ef einstaklingi er stjórnað (of mikið) getur hegðun einkennst af meiri tregðu og jafnvel mótþróa, sem síðan getur leitt til vanlíðunar. Fjöldi rannsókna undir hatti þessarar kenningar sýna fram á mikilvægi þess að styðja við sjálfræði, hvort sem það er í uppeldi, við nemendur, starfsfólk eða íþróttafólk. Ef við spólum aðeins til baka, hvað segja uppeldisfræðin okkur? – jú að foreldar eru hvattir til að styðja við og ýta undir val og frumkvæði barna sem síðan styður við sjálfræði þeirra. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt okkur að foreldrar geta stutt við sjálfræði barna sinna með því að taka sjónarmiðum þeirra sem gildum, gefa þeim valmöguleika og styðja frumkvæði þeirra og tilraunir til að leysa hin ýmsu vandamál. Því meira sem foreldrar styðja við sjálfræði því betur geta þau náð árangri. Það grefur undan áhugahvöt barns ef það fær ekki tækifæri til að finna lausn á verkefninu sjálft. Auðvitað skiptur miklu máli að í umhverfinu sé gott skipulag með skýrum ramma, reglum, væntingum og leiðbeiningum – eins og í íþróttum. Í mörgum íþróttum er það þannig að þjálfarar ákveða jafnvel fyrir fram hreyfingar/ákvarðanir og staðsetningar leikmanna. Í dag hafa þjálfarar aðgang að miklum gögnum um leikmenn þar sem notuð er nútíma tækni og tól til að fylgjast með frammistöðu hvers leikmanns en líka til að skipuleggja og setja upp leiki. Leikmenn klæðast sérstökum vestum sem mæla og skrá upplýsingar um hreyfingar svo sem spretti, hlaup og fleiri líkamlega þætti. Þessi gögn veita þjálfurum nákvæmar og mikilvægar upplýsingar sem vissulega getur verið gagnlegt. Það væri áhugavert að skoða betur hvernig þessar aðferðir hafa áhrif á sjálfstæði, sjálfsöryggi og jafnvel frumkvæði leikmanna. Eru þjálfarar með smásmugulegt eftirlit með leikmönnum og þannig hafa neikvæð áhrif á leiklegði eða sköpunargáfu? Fótbolti og aðrar íþróttir byggjast á því að leikmenn taki áhættur og geti tekist á við þá miklu óvissu sem fylgir því sem gerist inn á vellinum. Þegar leikmenn eru stöðugt og endurtekið að fylgja öllum fyrirmælum þjálfara og jafnvel forðast það að taka áhættur eða sýna frumkvæði má áætla að frelsið til sköpunargáfu verði minna og leikgleðin getur horfið sem er einmitt svo mikilvæg. Hvað er hægt að gera betur? Hvort sem þú ert þjálfari, stjórnandi eða foreldri þá er mikilvægt að ýta undir sjálfstæði og treysta öðrum fyrir verkefnunum og að hafa svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þjálfarar og stjórnendur eru í sterkri stöðu þegar kemur að því að skapa umhverfi þar sem leikmenn/starfsfólk upplifa öryggi og traust. Því í slíku umhverfi er auðveldara að sýna áhuga, vilja og frumkvæði. Vissulega getur það hjálpað ef hlutverkin eða leikplanið sé skýrt en hér þarf að vera sveigjanleiki til staðar og traust þannig að leikmenn hafi líka tækifæri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þá er mikilvægt að þjálfarar og stjórnendur styrki hæfni sína þegar kemur að mannlegri nálgun eins og að leiðbeina, hvetja og sýna samkennd. Þetta stuðlar að betri tengslum við starfsfólk/leikmenn og eykur ánægju. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United gagnrýndi þróun fótboltans eftir leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með 0-0 jafntefli. Hann talaði um micro-management og að sú nálgun væri „sjúkdómur“ sem væri að eyðileggja fótboltann. sem væri að eyðileggja fótboltann. Þá benti hann á að fótboltinn væri að verða of mikill „vélmennafótbolti“ þannig að dregið hefur úr sköpunargáfu, sjálfstæði, frelsi og áhættusækni leikmanna. Það er þó eflaust hægt að telja upp nokkra þjálfara sem hafa náð góðum árangri með slíkri nálgun. En hvað segja rannsóknir okkur? Hvaða áhrif hefur getur of mikil stjórnun haft á íþróttafólk? Mér finnst smásmugulegt eftirlit ansi góð og lýsandi þýðing á hugtakinu micro management en í því felst að einhver fylgist mjög náið með öðrum og stýrir jafnvel hverju smáatriði og tekur þannig stjórn á hegðun einstaklings eða aðstæðum. Þegar skoðaðar eru rannsóknir í tengslum við stjórnun og starfsumhverfi sýna þær að slíka nálgun er almennt talin hafa neikvæð áhrif. Of mikið eftirlit og lítið umboð til athafna hefur neikvæð áhrif á nýsköpun og getur einnig dregið úr starfsánægju og starfsanda. Fólk hefur jafnvel lýst því hversu óþægilegt þeim fannst að hafa stjórnanda stöðugt að fylgjast með sér og jafnvel benda á hvert smáatriði. Afleiðingarnar eru þær að fólk upplifir vantraust og hræðslu við að vinna sjálfstætt. Þetta getur því dregið úr sjálfstæði, sjálfsöryggi og frumkvæði. Í rannsóknum í íþróttum hafa verið notað hugtök eins og stjórnandi þjálfun (e. controlling coaching), stuðningur við sjálfræði (e. autonomy support), samskiptamiðuð þjálfun (e. Interpersonal coaching) eða valdmannsleg/einræðislegur þjálfunarstíll (e. authoritarian coaching). Rannsóknir fjalla meðal annars um það hvernig ákveðnar þjálfunaraðferðir hafa áhrif á íþróttafólk. Til dæmis hvernig of mikil stjórnun og skortur á trausti til leikmanna getur haft neikvæð áhrif á t.d. frammistöðu, sjálfstæði við ákvarðanatökur, áhugahvöt og kvíða. Rannsóknir sýna m.a. að of mikil stjórnun getur haft neikvæð áhrif á andlega líðan og frammistöðu leikmanna. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að þeir þjálfarar sem leitast við að stjórna hverju smáatriði hjá leikmönnum geta aukið tilfinningu þeirra um að þeir hafi ekki stjórn á aðstæðum á meðan þjálfarar sem styðja við sjálfræði leikmanna hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra. Þeir sem krefjast þess að leikmenn fari eftir þeim í einu og öllu og taka minna mark á innsæi eða sjálfræði leikmanna geta valdið því að leikmenn upplifa að þeir hafi ekki stjórn og tengjast verkefninu síður tilfinningalega. Þegar einstaklingar fá ekki að taka ákvarðanir, treysta innsæi sínu, eða hafa áhrif á verkefnið, getur það haft neikvæð áhrif á frammistöðu og hvata leikmanna. Hlutverk þjálfara er meðal annars að undirbúa leikmenn - setja upp leikáætlun/áætlanir (game plan) og vissulega hjálpar það að leikmenn viti hvers er ætlast til af þeim og hlutverk þeirra séu skýr. Leikmenn reiða sig á þekkingu og reynslu þjálfarans sem hjálpar leikmönnum að undirbúa sig sem best til að ná árangri. Út frá því sem rannsóknir gefa til kynna þá er mikilvægt að þjálfarar sýni sveigjanleika gagnvart leikmönnum, því jú sjálfræði er okkur gríðarlega mikilvægt. Sjálfstæðisákvörðunarkenningin (e. Self-determination theory) segir að sjálfræði sé ein af sálrænum grundvallaþörfum mannsins, þ.e. að upplifa þá tilfinningu að athafnir séu sjálfssprottnar, þær séu í samræmi við eigin áhuga, gildi og vilja. Sjálfræði er í raun meðfædd tilhneiging til að stjórna eigin lífi. Hæfni fólks til að hafa áhrif á eigin hugsanir, hegðun eða tilfinningar. Í stuttu máli fjallar hún um sjálfræði sem afar mikilvægan þátt velfarnaðar, áhugahvatar og sjálfsstjórnunar. Þá hafa fræðimenn bent á að ef ýtt er undir sjálfræði þá nálgast fólk viðfangsefnið af meiri áhuga, skuldbindingu og innri aga. Hins vegar ef einstaklingi er stjórnað (of mikið) getur hegðun einkennst af meiri tregðu og jafnvel mótþróa, sem síðan getur leitt til vanlíðunar. Fjöldi rannsókna undir hatti þessarar kenningar sýna fram á mikilvægi þess að styðja við sjálfræði, hvort sem það er í uppeldi, við nemendur, starfsfólk eða íþróttafólk. Ef við spólum aðeins til baka, hvað segja uppeldisfræðin okkur? – jú að foreldar eru hvattir til að styðja við og ýta undir val og frumkvæði barna sem síðan styður við sjálfræði þeirra. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt okkur að foreldrar geta stutt við sjálfræði barna sinna með því að taka sjónarmiðum þeirra sem gildum, gefa þeim valmöguleika og styðja frumkvæði þeirra og tilraunir til að leysa hin ýmsu vandamál. Því meira sem foreldrar styðja við sjálfræði því betur geta þau náð árangri. Það grefur undan áhugahvöt barns ef það fær ekki tækifæri til að finna lausn á verkefninu sjálft. Auðvitað skiptur miklu máli að í umhverfinu sé gott skipulag með skýrum ramma, reglum, væntingum og leiðbeiningum – eins og í íþróttum. Í mörgum íþróttum er það þannig að þjálfarar ákveða jafnvel fyrir fram hreyfingar/ákvarðanir og staðsetningar leikmanna. Í dag hafa þjálfarar aðgang að miklum gögnum um leikmenn þar sem notuð er nútíma tækni og tól til að fylgjast með frammistöðu hvers leikmanns en líka til að skipuleggja og setja upp leiki. Leikmenn klæðast sérstökum vestum sem mæla og skrá upplýsingar um hreyfingar svo sem spretti, hlaup og fleiri líkamlega þætti. Þessi gögn veita þjálfurum nákvæmar og mikilvægar upplýsingar sem vissulega getur verið gagnlegt. Það væri áhugavert að skoða betur hvernig þessar aðferðir hafa áhrif á sjálfstæði, sjálfsöryggi og jafnvel frumkvæði leikmanna. Eru þjálfarar með smásmugulegt eftirlit með leikmönnum og þannig hafa neikvæð áhrif á leiklegði eða sköpunargáfu? Fótbolti og aðrar íþróttir byggjast á því að leikmenn taki áhættur og geti tekist á við þá miklu óvissu sem fylgir því sem gerist inn á vellinum. Þegar leikmenn eru stöðugt og endurtekið að fylgja öllum fyrirmælum þjálfara og jafnvel forðast það að taka áhættur eða sýna frumkvæði má áætla að frelsið til sköpunargáfu verði minna og leikgleðin getur horfið sem er einmitt svo mikilvæg. Hvað er hægt að gera betur? Hvort sem þú ert þjálfari, stjórnandi eða foreldri þá er mikilvægt að ýta undir sjálfstæði og treysta öðrum fyrir verkefnunum og að hafa svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þjálfarar og stjórnendur eru í sterkri stöðu þegar kemur að því að skapa umhverfi þar sem leikmenn/starfsfólk upplifa öryggi og traust. Því í slíku umhverfi er auðveldara að sýna áhuga, vilja og frumkvæði. Vissulega getur það hjálpað ef hlutverkin eða leikplanið sé skýrt en hér þarf að vera sveigjanleiki til staðar og traust þannig að leikmenn hafi líka tækifæri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þá er mikilvægt að þjálfarar og stjórnendur styrki hæfni sína þegar kemur að mannlegri nálgun eins og að leiðbeina, hvetja og sýna samkennd. Þetta stuðlar að betri tengslum við starfsfólk/leikmenn og eykur ánægju. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar