En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir og Eiríkur Hjálmarsson skrifa 15. apríl 2025 10:32 Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Orkumál Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun