Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2025 13:31 Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Þótt það hljómi þversagnakennt þá getur innra mat spilað sitt hlutverk í því að minnka álag í skólum. Rökin fyrir því eru þau, að sum verkefni eiga það einfaldlega til að festast í kerfinu óháð því hvort vitað sé til þess að þau skili góðum árangri.Föstudagspóstar sem kennarar senda til foreldra eru kannski dæmi um slíkt verkefni, sem upphaflega var líklega hugmynd til þess að bæta upplýsingaflæði og hefur þessi leið náð fótfestu í mörgum skólum landsins. Ef engin skipulögð athugun fer fram á því hversu margir lesa póstana eða hve gagnlegir þeir reynast, er hætt við að þeir séu dæmi um verkefni sem hefur frekar endað sem hefð, fremur en nauðsyn. Án mats er einfaldlega erfitt að vita hvort tími kennarans væri betur nýttur í annað.Annað dæmi gæti verið fjölgun stuðningsfulltrúa inn í grunnskólum landsins. Þótt slíkt úrræði geti verið gagnlegt þá vantar oft heildrænt mat á gæðum þess. Getur verið að það sé dæmi um úrræði sem gripið var til á ákveðnum tímapunkti, til dæmis þegar búið var að fjölga nemendum í hverjum bekk svo um og of að eitthvað þurfti að gera. En hefur svo aftur á móti vantað í gegnum tíðina reglulegt mat á hvort úrræðið sé til dæmis betra en ef það hefði verið farið aftur til baka í minni bekkjadeildir. Þegar ekki er staðið dyggilega að innra mati er einfaldlega erfitt að greina hvort rétt sé að halda áfram á sömu braut eða snúa við blaðinu. Margir kennarar telja sig þegar vera undir miklu álagi og óttast jafnvel að stöðugt innra mat verði enn eitt verkefnið sem bætist ofan á annasaman vinnudag, án þess að skila aukinni gæði kennslunnar. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers og eins. Kennarar þurfa hvorki né eiga að vera sérfræðingar í matsfræðum; það er hlutverk yfirvalda að tryggja að skólar hafi aðgang að gæðakerfum, fræðslu og öðrum stuðningi. Enda slíkt hagur alls samfélagsins. Rannsóknir sýna einfaldlega að þegar skólar og kennarar taka þátt í markvissri matsvinnu sem tengist daglegum störfum, þróast umbótamenning sem styður faglegt lærdómssamfélag og eflir gæði skólastarfs. Sem við erum sennilega flest sammála um að sé grundvallaratriði í öllu skólastarfi. En stóra spurningin er, hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á öflugt innra mat í íslenskum skólum? Höfundur greinarinnar hefur unnið síðustu ár að hönnun gæðakerfis fyrir skóla til að auðvelda innra mat. Það er hins vegar undir yfirvöldum komið að tryggja að skólum standi til boða slíkar bjargir. Höfundur er eigandi Geta -gæðastarf í skólum, fyrrum skólastjóri og starfandi leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Þótt það hljómi þversagnakennt þá getur innra mat spilað sitt hlutverk í því að minnka álag í skólum. Rökin fyrir því eru þau, að sum verkefni eiga það einfaldlega til að festast í kerfinu óháð því hvort vitað sé til þess að þau skili góðum árangri.Föstudagspóstar sem kennarar senda til foreldra eru kannski dæmi um slíkt verkefni, sem upphaflega var líklega hugmynd til þess að bæta upplýsingaflæði og hefur þessi leið náð fótfestu í mörgum skólum landsins. Ef engin skipulögð athugun fer fram á því hversu margir lesa póstana eða hve gagnlegir þeir reynast, er hætt við að þeir séu dæmi um verkefni sem hefur frekar endað sem hefð, fremur en nauðsyn. Án mats er einfaldlega erfitt að vita hvort tími kennarans væri betur nýttur í annað.Annað dæmi gæti verið fjölgun stuðningsfulltrúa inn í grunnskólum landsins. Þótt slíkt úrræði geti verið gagnlegt þá vantar oft heildrænt mat á gæðum þess. Getur verið að það sé dæmi um úrræði sem gripið var til á ákveðnum tímapunkti, til dæmis þegar búið var að fjölga nemendum í hverjum bekk svo um og of að eitthvað þurfti að gera. En hefur svo aftur á móti vantað í gegnum tíðina reglulegt mat á hvort úrræðið sé til dæmis betra en ef það hefði verið farið aftur til baka í minni bekkjadeildir. Þegar ekki er staðið dyggilega að innra mati er einfaldlega erfitt að greina hvort rétt sé að halda áfram á sömu braut eða snúa við blaðinu. Margir kennarar telja sig þegar vera undir miklu álagi og óttast jafnvel að stöðugt innra mat verði enn eitt verkefnið sem bætist ofan á annasaman vinnudag, án þess að skila aukinni gæði kennslunnar. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers og eins. Kennarar þurfa hvorki né eiga að vera sérfræðingar í matsfræðum; það er hlutverk yfirvalda að tryggja að skólar hafi aðgang að gæðakerfum, fræðslu og öðrum stuðningi. Enda slíkt hagur alls samfélagsins. Rannsóknir sýna einfaldlega að þegar skólar og kennarar taka þátt í markvissri matsvinnu sem tengist daglegum störfum, þróast umbótamenning sem styður faglegt lærdómssamfélag og eflir gæði skólastarfs. Sem við erum sennilega flest sammála um að sé grundvallaratriði í öllu skólastarfi. En stóra spurningin er, hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á öflugt innra mat í íslenskum skólum? Höfundur greinarinnar hefur unnið síðustu ár að hönnun gæðakerfis fyrir skóla til að auðvelda innra mat. Það er hins vegar undir yfirvöldum komið að tryggja að skólum standi til boða slíkar bjargir. Höfundur er eigandi Geta -gæðastarf í skólum, fyrrum skólastjóri og starfandi leikskólastjóri.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun