Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 14:03 Þyrlan hrapar yfir New York á fimmtudag. AP/Bruce Wall Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þyrlur fyrirtækisins sem átti þyrluna sem fórst með sex manns um borð í New York í síðustu viku. Þau telja að fyrirtækið hafi rekið rekstrarstjóra sinn fyrir að hafa samþykkt að stöðva ferðir á meðan banaslysið er rannsakað. Spænsk fimm manna fjölskylda og flugmaður fórust þegar þyrla brotnaði í loftinu og hrapaði í Hudsonfljót á fimmtudag. Fólkið var í útsýnisflugi á vegum fyrirtækisins New York Helicopter Tours. Bandaríska flugmálastofnunin gaf út neyðartilskipun sem kyrrsetti þyrlur fyrirtækisins í gær. AP-fréttastofan segir að tilskipunin hafi verið gefin út eftir að stofnunin komst að því að rekstrarstjóri fyrirtækisins hefði verið rekinn nokkrum mínútum eftir að hann féllst á að stöðva útsýnisferðir á meðan á rannsókn stendur. Grunur leiki á að brottreksturinn hafi verið hefndaraðgerð. „Flugmálastofnunin grípur til þessara aðgerða að hluta til vegna þess að eftir að rekstrarstjórinn stöðvaði ferðir sjálfviljugur var hann rekinn,“ skrifaði Chris Rocheleau, starfandi forstjóri stofnunarinnar á samfélagsmiðil. Afturkallaði ákvörðunina um að stoppa sjálfviljug Rannsókn á banaslysinu stendur nú yfir. Hún beinist meðal annars að því hvort að fyrirtækið hafi farið eftir öllum lögum og reglum og gætt að öryggi. Kafarar hafa þegar fundið hluta af þyrlum vélarinnar sem eru taldir geta varpað frekara ljósi á hvað fór úrskeiðis. Nokkrum mínútum eftir að rekstrarstjórinn samþykkti að stöðva ferðir fyrirtækisins tímabundið sendi forstjóri þess póst á flugmálastofnunina þar sem hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir því. Rekstrarstjórinn væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins. Fórnarlömb slyssins voru spænsk hjón og þrjú börn þeirra á aldrinum fjögurra til tíu ára. Þá fórst bandarískur flugmaður þyrlunnar sem var 36 ára gamall fyrrverandi hermaður. Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Spænsk fimm manna fjölskylda og flugmaður fórust þegar þyrla brotnaði í loftinu og hrapaði í Hudsonfljót á fimmtudag. Fólkið var í útsýnisflugi á vegum fyrirtækisins New York Helicopter Tours. Bandaríska flugmálastofnunin gaf út neyðartilskipun sem kyrrsetti þyrlur fyrirtækisins í gær. AP-fréttastofan segir að tilskipunin hafi verið gefin út eftir að stofnunin komst að því að rekstrarstjóri fyrirtækisins hefði verið rekinn nokkrum mínútum eftir að hann féllst á að stöðva útsýnisferðir á meðan á rannsókn stendur. Grunur leiki á að brottreksturinn hafi verið hefndaraðgerð. „Flugmálastofnunin grípur til þessara aðgerða að hluta til vegna þess að eftir að rekstrarstjórinn stöðvaði ferðir sjálfviljugur var hann rekinn,“ skrifaði Chris Rocheleau, starfandi forstjóri stofnunarinnar á samfélagsmiðil. Afturkallaði ákvörðunina um að stoppa sjálfviljug Rannsókn á banaslysinu stendur nú yfir. Hún beinist meðal annars að því hvort að fyrirtækið hafi farið eftir öllum lögum og reglum og gætt að öryggi. Kafarar hafa þegar fundið hluta af þyrlum vélarinnar sem eru taldir geta varpað frekara ljósi á hvað fór úrskeiðis. Nokkrum mínútum eftir að rekstrarstjórinn samþykkti að stöðva ferðir fyrirtækisins tímabundið sendi forstjóri þess póst á flugmálastofnunina þar sem hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir því. Rekstrarstjórinn væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins. Fórnarlömb slyssins voru spænsk hjón og þrjú börn þeirra á aldrinum fjögurra til tíu ára. Þá fórst bandarískur flugmaður þyrlunnar sem var 36 ára gamall fyrrverandi hermaður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44
Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52
Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00