Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2025 18:47 Haukur Helgi og félagar eru komnir í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Vísir/Pawel Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt. Heimamenn byrjuðu leikinn á að hitta alveg lygilega vel en Álftnesingar hittu úr fyrstu fimm þriggjastiga skotum sínum. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að halda í við þessa stórskotahríð en það var ekki mikið um varnir í upphafi leiks. Það stoppaði menn þó ekki í því að takast án en strax í fyrsta leikhluta ætlaði allt um koll að keyra þegar Hjalti Þór, aðstoðarþjálfari Álftnesinga, stuggaði hressilega við Dominykas Milka þegar Njarðvíkingar tóku leikhlé. Staðan eftir fyrsta leikhluta 31-22 og heimamenn í góðum gír meðan gestirnir voru í mestu vandræðum með að finna taktinn sóknarlega og náðu að brjóta átta sinnum af sér á sama tíma. Njarðvíkingar tóku tvö góð áhlaup í öðrum leikhluta en Álftnesingar svöruðu jafnharðan. Munurinn fór niður í fjögur stig og svo fimm en heimamenn lokuðu leikhlutanum af krafti, staðan 52-41 í hálfleik og ekki bjart yfir Njarðvíkingum, hvorki í stúkunni né inni á vellinum. Það er stundum sagt að lið séu vanstillt þegar illa gengur en Njarðvíkingar voru í það minnsta alls ekki innstilltir í kvöld og þess þá heldur í seinni hálfleik en Álftnesingar keyrðu muninn yfir 20 stigin mjög fljótlega. Þá fóru Njarðvíkingar loksins að spila vörn af krafti en það gekk hægt að minnka muninn, staðan 75-63 fyrir lokasprettinn. Það verður ekki tekið af Njarðvíkingum að þeir héldu áfram að berjast þrátt fyrir að vera í brekku megnið af leiknum. En stundum ber kappið fegurðina ofurliði og sóknarleikur Njarðvíkinga var afskaplega stirður og ómarkviss á köflum. Ákvarðanatakan á lykil augnablikum var stundum algjörlega úti á túni og því fór sem fór. Lokatölur í Kaldalónshöllinni 104-89 og Álftnesingar eru því komnir í 4-liða úrslit, í fyrsta sinn í sögunni, en þeir mæta þar deildarmeisturum Tindastóls. Atvik leiksins Uppákoman í upphafi leiks þar sem Hjalti Þór stuggaði hressilega við Dominykas Milka var alveg ótrúleg en hafði minni afleiðingar en flestir kannski reiknuðu með. Svo má alveg nefna þristinn sem Hörður Axel skoraði eftir innkast með 0,7 á skotklukkunni. Það atvik er einhvern lýsandi fyrir það hvernig hlutirnir féllu nánast allir með heimamönnum í kvöld. Stjörnur og skúrkar Justin James var frábær í liði heimamanna í kvöld, skoraði 26 stig í öllum regnbogans litum og bætti við tólf fráköstum. Tapaði reyndar átta boltum líka en látum það liggja á milli hluta. Haukur Helgi átti einnig fantagóðan leik, 21 stig og þrír af fjórum í þristum og leysti allskonar hlutverk varnarlega gegn stærri mönnum. Þá var Dimitrios Klonaras var svo sannarlega betri en enginn í kvöld, 22 stig og tólf fráköst frá honum. Svo sá hann líka um að dekka Dwayne Lautier sem náði sér engan veginn á strik. Hjá Njarðvík var Khalil Shabazz langstigahæstur með 31 stig. Dominykas Milka var eins og skugginn af sjálfum sér, sjö stig og fimm fráköst og aðeins 20 mínútur spilaðar. Dómararnir Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem og Davíð Kristján Hreiðarsson dæmdu leikinn í kvöld. Þeir höfðu nóg að gera en leystu verkefnið með sóma. Það hefði verið auðvelt að missa þennan leik út í einhverja vitleysu en það var aldrei í kortunum hjá þeim félögum. Stemming og umgjörð Hér var allt til fyrirmyndar og frábært að sjá troðfullt hús og rúmlega það í 8-liða úrslitum. Það var hiti í húsinu en allt fór nú samt nokkuð friðsamlega fram utan vallar þrátt fyrir pústra innan hans á köflum. Viðtöl Bónus-deild karla UMF Álftanes UMF Njarðvík
Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt. Heimamenn byrjuðu leikinn á að hitta alveg lygilega vel en Álftnesingar hittu úr fyrstu fimm þriggjastiga skotum sínum. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að halda í við þessa stórskotahríð en það var ekki mikið um varnir í upphafi leiks. Það stoppaði menn þó ekki í því að takast án en strax í fyrsta leikhluta ætlaði allt um koll að keyra þegar Hjalti Þór, aðstoðarþjálfari Álftnesinga, stuggaði hressilega við Dominykas Milka þegar Njarðvíkingar tóku leikhlé. Staðan eftir fyrsta leikhluta 31-22 og heimamenn í góðum gír meðan gestirnir voru í mestu vandræðum með að finna taktinn sóknarlega og náðu að brjóta átta sinnum af sér á sama tíma. Njarðvíkingar tóku tvö góð áhlaup í öðrum leikhluta en Álftnesingar svöruðu jafnharðan. Munurinn fór niður í fjögur stig og svo fimm en heimamenn lokuðu leikhlutanum af krafti, staðan 52-41 í hálfleik og ekki bjart yfir Njarðvíkingum, hvorki í stúkunni né inni á vellinum. Það er stundum sagt að lið séu vanstillt þegar illa gengur en Njarðvíkingar voru í það minnsta alls ekki innstilltir í kvöld og þess þá heldur í seinni hálfleik en Álftnesingar keyrðu muninn yfir 20 stigin mjög fljótlega. Þá fóru Njarðvíkingar loksins að spila vörn af krafti en það gekk hægt að minnka muninn, staðan 75-63 fyrir lokasprettinn. Það verður ekki tekið af Njarðvíkingum að þeir héldu áfram að berjast þrátt fyrir að vera í brekku megnið af leiknum. En stundum ber kappið fegurðina ofurliði og sóknarleikur Njarðvíkinga var afskaplega stirður og ómarkviss á köflum. Ákvarðanatakan á lykil augnablikum var stundum algjörlega úti á túni og því fór sem fór. Lokatölur í Kaldalónshöllinni 104-89 og Álftnesingar eru því komnir í 4-liða úrslit, í fyrsta sinn í sögunni, en þeir mæta þar deildarmeisturum Tindastóls. Atvik leiksins Uppákoman í upphafi leiks þar sem Hjalti Þór stuggaði hressilega við Dominykas Milka var alveg ótrúleg en hafði minni afleiðingar en flestir kannski reiknuðu með. Svo má alveg nefna þristinn sem Hörður Axel skoraði eftir innkast með 0,7 á skotklukkunni. Það atvik er einhvern lýsandi fyrir það hvernig hlutirnir féllu nánast allir með heimamönnum í kvöld. Stjörnur og skúrkar Justin James var frábær í liði heimamanna í kvöld, skoraði 26 stig í öllum regnbogans litum og bætti við tólf fráköstum. Tapaði reyndar átta boltum líka en látum það liggja á milli hluta. Haukur Helgi átti einnig fantagóðan leik, 21 stig og þrír af fjórum í þristum og leysti allskonar hlutverk varnarlega gegn stærri mönnum. Þá var Dimitrios Klonaras var svo sannarlega betri en enginn í kvöld, 22 stig og tólf fráköst frá honum. Svo sá hann líka um að dekka Dwayne Lautier sem náði sér engan veginn á strik. Hjá Njarðvík var Khalil Shabazz langstigahæstur með 31 stig. Dominykas Milka var eins og skugginn af sjálfum sér, sjö stig og fimm fráköst og aðeins 20 mínútur spilaðar. Dómararnir Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem og Davíð Kristján Hreiðarsson dæmdu leikinn í kvöld. Þeir höfðu nóg að gera en leystu verkefnið með sóma. Það hefði verið auðvelt að missa þennan leik út í einhverja vitleysu en það var aldrei í kortunum hjá þeim félögum. Stemming og umgjörð Hér var allt til fyrirmyndar og frábært að sjá troðfullt hús og rúmlega það í 8-liða úrslitum. Það var hiti í húsinu en allt fór nú samt nokkuð friðsamlega fram utan vallar þrátt fyrir pústra innan hans á köflum. Viðtöl
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik