„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 09:09 Ragnhildur Alda var harðorð í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. „Að ætla að taka 45 prósent af öllum nýjum íbúðum og útdeila þeim til útvaldra fyrirtækja bara til að vera með leigu til afmarkaðs hóps af fólki,“ segir Ragnhildur Alda og vísar þar til ASÍ og BSRB sem reka til dæmis Bjarg íbúðafélag og Félagsbústaða en skilyrði fyrir því að fá íbúð hjá þeim er að vera aðili að samtökunum. „Þetta mun gera það að verkum hinar íbúðirnar sem eru eftir fyrir almenna markaðinn hækka því sem um nemur,“ segir Ragnhildur Alda og að það verði meiri íbúðaskortur og meiri hækkun á fasteignaverði. „Það verður meiri ójöfnuður og meiri stéttaskipting.“ Ragnhildur Alda ræddi húsnæðismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af nýrri greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðismarkaði í Þar kemur til dæmis fram að Reykjavíkurborg hyggst reisa 9.300 íbúðir á næstu árum en að aðeins helmingur þeirra íbúða fari á almennan markað þar sem fólk getur eignast sitt eigið húsnæði. Hinn helmingurinn, eða um 45 prósent, eru íbúðir sem reistar eru af óhagnaðardrifnum íbúðafélögum eða félagslegt húsnæði. Stefnan brjóti á jafnræði Í greiningu Viðskiptaráðs segir að stærstu úrræðin séu rekin af Bjargi íbúðafélagi sem er á vegum ASÍ og BSRB. Þar sé aðild að samtökunum skilyrði fyrir úthlutun á íbúðum sem eigi að fjármagna opinbera þjónustu. Viðskiptaráð metur svo að þarna sé verið að brjóta á jafnræði. Í greiningu Viðskiptaráðs kom einnig fram að skipting á milli almenns húsnæðismarkaðar og þessar úrræða er misjöfn eftir hverfum. Hlutfall félagslegra og íbúða á vegum íbúðafélaga sé til dæmis hæst miðsvæðis. Þá sé um helmingur af íbúðum sem eigi að rísa í Hlíðunum slíkar íbúðir og allar íbúðir við Háskóla Íslands, Hlíðarenda og Nauthólsveg. Hlutfallið er lægst í Skerjafirði og í Keldnalandi. Í greiningu Viðskiptaráðs kom einnig fram að ef þessi áform Reykjavíkurborgar ganga eftir nemi opinber framlög til niðurgreiddra íbúða 69 milljörðum króna til ársins 2033 þar af 24 milljarðar í falin framlög. Til samanburðar á að fjárfesta 34 milljarða í vegakerfinu á næsta ári. Gunnar Úlfarsson hagfræðingur fór yfir greininguna í Bítinu á Bylgjunni í gær. Vilja eiga frekar en að leigja Ragnhildur Alda segist hafa barist fyrir því í borgarstjórn að fólk sé stutt betur til þess að geta átt sína eigin íbúð. Frekar en að borgin „dæli skattfé í leigu- og fasteignafyrirtæki á vegum hins opinbera eða á vegum verkalýðsfélaganna“. Nýta eigi skattfé frekar í að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir, sama hvort þær eru félagslegar eða ekki. Stór meirihluti þeirra sem sé á leigumarkaði vilji eiga sína íbúð auk þess sem Ragnhildur Alda segir það eina bestu leiðina sem hægt er að nýta til að aðstoða fólk úr fátækt. Hún segir þetta gert víða um heim. Í Bandaríkjunum hafi fólki til dæmis verið leyft að nýta húsnæðisstuðning líka til að greiða niður af húsnæðisláni, í ákveðinn tíma og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hér á landi er til dæmis aðeins slíkur húsnæðisstuðningur fyrir fólk sem er á leigumarkaði. „Þegar fólk lendir í félagslega kerfinu hefur það almennt engin verkfæri til að komast út. Við sjáum það hér að þeir sem eru að leigja hjá Félagsbústöðum, aðeins um eitt prósent fer út öðruvísi en í líkkistu í fylgd með presti eða hjúkrunarkonu á hjúkrunarheimili. Fólk festist í þessu kerfi og það vill ekki vera þar.“ Öll félögin séu hagnaðardrifin Hún segir að það sé vegna þess að fólk viti að um leið og það er komið í sína eigin eign, sama þótt það sé „kjallarahola“, þá viti það að peningarnir þeirra eru farnir að vinna fyrir þau, ekki einhvern annan. „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast,“ segir Ragnhildur Alda og að með því að skilyrða aðstoð stjórnvalda við ákveðin leigufélög eða Félagsbústaða sé hætta á að fólk sem ekki tilheyri þessum samtökum eða félögum verði skilið eftir. Ragnhildur Alda segir það afbökun að tala um óhagnaðardrifin félög. Öll félög og fyrirtæki verði að skila hagnaði til að geta fjárfest meira og fyrir viðhald. „Eini munurinn á þessum félögum er að þau greiða ekki út arð til eigenda sinna, sem er þá Reykjavíkurborg eða verkalýðsfélögin.“ Ragnhildur Alda segir að ef íbúðirnar færu allar á almennan markað myndi vera betra jafnvægi á fasteignamarkaði. Framboð mæti þá eftirspurn og verðið eigi að jafnast út. Þessi stefna stjórnvalda ýti undir enn frekari skort og þá hækki verðið enn frekar á almenna markaðnum. Húsnæðismál Stéttarfélög Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leigumarkaður Bítið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Að ætla að taka 45 prósent af öllum nýjum íbúðum og útdeila þeim til útvaldra fyrirtækja bara til að vera með leigu til afmarkaðs hóps af fólki,“ segir Ragnhildur Alda og vísar þar til ASÍ og BSRB sem reka til dæmis Bjarg íbúðafélag og Félagsbústaða en skilyrði fyrir því að fá íbúð hjá þeim er að vera aðili að samtökunum. „Þetta mun gera það að verkum hinar íbúðirnar sem eru eftir fyrir almenna markaðinn hækka því sem um nemur,“ segir Ragnhildur Alda og að það verði meiri íbúðaskortur og meiri hækkun á fasteignaverði. „Það verður meiri ójöfnuður og meiri stéttaskipting.“ Ragnhildur Alda ræddi húsnæðismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af nýrri greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðismarkaði í Þar kemur til dæmis fram að Reykjavíkurborg hyggst reisa 9.300 íbúðir á næstu árum en að aðeins helmingur þeirra íbúða fari á almennan markað þar sem fólk getur eignast sitt eigið húsnæði. Hinn helmingurinn, eða um 45 prósent, eru íbúðir sem reistar eru af óhagnaðardrifnum íbúðafélögum eða félagslegt húsnæði. Stefnan brjóti á jafnræði Í greiningu Viðskiptaráðs segir að stærstu úrræðin séu rekin af Bjargi íbúðafélagi sem er á vegum ASÍ og BSRB. Þar sé aðild að samtökunum skilyrði fyrir úthlutun á íbúðum sem eigi að fjármagna opinbera þjónustu. Viðskiptaráð metur svo að þarna sé verið að brjóta á jafnræði. Í greiningu Viðskiptaráðs kom einnig fram að skipting á milli almenns húsnæðismarkaðar og þessar úrræða er misjöfn eftir hverfum. Hlutfall félagslegra og íbúða á vegum íbúðafélaga sé til dæmis hæst miðsvæðis. Þá sé um helmingur af íbúðum sem eigi að rísa í Hlíðunum slíkar íbúðir og allar íbúðir við Háskóla Íslands, Hlíðarenda og Nauthólsveg. Hlutfallið er lægst í Skerjafirði og í Keldnalandi. Í greiningu Viðskiptaráðs kom einnig fram að ef þessi áform Reykjavíkurborgar ganga eftir nemi opinber framlög til niðurgreiddra íbúða 69 milljörðum króna til ársins 2033 þar af 24 milljarðar í falin framlög. Til samanburðar á að fjárfesta 34 milljarða í vegakerfinu á næsta ári. Gunnar Úlfarsson hagfræðingur fór yfir greininguna í Bítinu á Bylgjunni í gær. Vilja eiga frekar en að leigja Ragnhildur Alda segist hafa barist fyrir því í borgarstjórn að fólk sé stutt betur til þess að geta átt sína eigin íbúð. Frekar en að borgin „dæli skattfé í leigu- og fasteignafyrirtæki á vegum hins opinbera eða á vegum verkalýðsfélaganna“. Nýta eigi skattfé frekar í að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir, sama hvort þær eru félagslegar eða ekki. Stór meirihluti þeirra sem sé á leigumarkaði vilji eiga sína íbúð auk þess sem Ragnhildur Alda segir það eina bestu leiðina sem hægt er að nýta til að aðstoða fólk úr fátækt. Hún segir þetta gert víða um heim. Í Bandaríkjunum hafi fólki til dæmis verið leyft að nýta húsnæðisstuðning líka til að greiða niður af húsnæðisláni, í ákveðinn tíma og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hér á landi er til dæmis aðeins slíkur húsnæðisstuðningur fyrir fólk sem er á leigumarkaði. „Þegar fólk lendir í félagslega kerfinu hefur það almennt engin verkfæri til að komast út. Við sjáum það hér að þeir sem eru að leigja hjá Félagsbústöðum, aðeins um eitt prósent fer út öðruvísi en í líkkistu í fylgd með presti eða hjúkrunarkonu á hjúkrunarheimili. Fólk festist í þessu kerfi og það vill ekki vera þar.“ Öll félögin séu hagnaðardrifin Hún segir að það sé vegna þess að fólk viti að um leið og það er komið í sína eigin eign, sama þótt það sé „kjallarahola“, þá viti það að peningarnir þeirra eru farnir að vinna fyrir þau, ekki einhvern annan. „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast,“ segir Ragnhildur Alda og að með því að skilyrða aðstoð stjórnvalda við ákveðin leigufélög eða Félagsbústaða sé hætta á að fólk sem ekki tilheyri þessum samtökum eða félögum verði skilið eftir. Ragnhildur Alda segir það afbökun að tala um óhagnaðardrifin félög. Öll félög og fyrirtæki verði að skila hagnaði til að geta fjárfest meira og fyrir viðhald. „Eini munurinn á þessum félögum er að þau greiða ekki út arð til eigenda sinna, sem er þá Reykjavíkurborg eða verkalýðsfélögin.“ Ragnhildur Alda segir að ef íbúðirnar færu allar á almennan markað myndi vera betra jafnvægi á fasteignamarkaði. Framboð mæti þá eftirspurn og verðið eigi að jafnast út. Þessi stefna stjórnvalda ýti undir enn frekari skort og þá hækki verðið enn frekar á almenna markaðnum.
Húsnæðismál Stéttarfélög Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leigumarkaður Bítið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira