Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2025 23:44 Þórir kallar eftir auknu aðhaldi og ramma frá stjórnvöldum. Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi tugi, jafnvel hundruð barna vekja hjá sér ugg. Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“ Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“
Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03