Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 08:02 Rashford var magnaður á þriðjudagskvöld. Aurelien Meunier/Getty Images Marcus Rashford átti sinn besta leik í langan tíma þegar Aston Villa var nálægt því koma einvígi sínu gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í framlengingu. Unai Emery, þjálfari Villa, tók Rashford hins vegar af velli þegar stundarfjórðungur lifði leiks. PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þökk sé 3-1 sigri í París. Villa vann leikinn á þriðjudagskvöld 3-2 og var nálægt því að koma einvíginu í framlengingu. Rashford hefði án efa skorað að lágmarki eitt mark ef ekki hefði verið fyrir magnaðar markvörslur Gianluigi Donnarumma í marki gestanna. Hann lagði hins vegar upp þriðja mark Villa og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Það kom því á óvart þegar Emery tók hann af velli. Hann átti flestar snertingar inn í teig (12) mótherjanna, skapaði flest færi (4) og átti flestar fyrirgjafir (9). „Rashford skoraði ekki en orkustigið sem hann spilaði á, hann neyddi varnarmenn PSG í að gera mistök. Fyrir mér var hann maður leiksins hjá Villa,“ sagði Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Man United og núverandi sparkspekingur hjá breska ríkisútvarpinu. „Rashford var frábær. Hann var hluti af öllu sem Villa gerði og allt það sem liðið gerði kom í gegnum hann,“ sagði Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Villa og núverandi sparkspekingur. Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók í sama streng og sagði að Rashford hefði afsannað allar hrakfaraspár í kringum skipti sín frá Manchester United til Villa. Sparkspekingarnir voru sammála um að sóknarleikur Villa hefði aldrei náð sama takti eftir að Rashford var tekinn af velli og veltu fyrir sér af hverju Emery hefði tekið lánsmanninn frá Man United af velli. „Honum líður betur og hann átti frábæran leik. Við erum glaðir, ef hann er glaður erum við glaðir,“ sagði Emery í viðtali eftir leik. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þökk sé 3-1 sigri í París. Villa vann leikinn á þriðjudagskvöld 3-2 og var nálægt því að koma einvíginu í framlengingu. Rashford hefði án efa skorað að lágmarki eitt mark ef ekki hefði verið fyrir magnaðar markvörslur Gianluigi Donnarumma í marki gestanna. Hann lagði hins vegar upp þriðja mark Villa og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Það kom því á óvart þegar Emery tók hann af velli. Hann átti flestar snertingar inn í teig (12) mótherjanna, skapaði flest færi (4) og átti flestar fyrirgjafir (9). „Rashford skoraði ekki en orkustigið sem hann spilaði á, hann neyddi varnarmenn PSG í að gera mistök. Fyrir mér var hann maður leiksins hjá Villa,“ sagði Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Man United og núverandi sparkspekingur hjá breska ríkisútvarpinu. „Rashford var frábær. Hann var hluti af öllu sem Villa gerði og allt það sem liðið gerði kom í gegnum hann,“ sagði Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Villa og núverandi sparkspekingur. Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók í sama streng og sagði að Rashford hefði afsannað allar hrakfaraspár í kringum skipti sín frá Manchester United til Villa. Sparkspekingarnir voru sammála um að sóknarleikur Villa hefði aldrei náð sama takti eftir að Rashford var tekinn af velli og veltu fyrir sér af hverju Emery hefði tekið lánsmanninn frá Man United af velli. „Honum líður betur og hann átti frábæran leik. Við erum glaðir, ef hann er glaður erum við glaðir,“ sagði Emery í viðtali eftir leik.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira