„Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:02 Rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir árásarmennirnir væru og telst málið óupplýst. Vísir/Vilhelm Hópur unglinga réðst á trans konu í Reykjavík síðastliðið haust. Árásin náðist á myndband en hún er enn óupplýst. Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld. Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru. Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru.
Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45