Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2025 13:00 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar