Enski boltinn

Van Dijk fær 68 milljónir á viku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sótti seðilinn.
Sótti seðilinn. Liverpool

Fyrirliðinn Virgil van Dijk skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool í dag, fimmtudag. Hann er sagður fá um 400 þúsund pund á viku, það gerir 68 milljónir íslenskra króna.

Þessi 33 ára gamli miðvörður hefur verið lykilmaður í liði Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2018. Það styttist í að félagið verði Englandsmeistari í annað sinn á sjö árum hans hjá félaginu.

Þá varð hann Evrópumeistari árið 2019 sem og heimsmeistari félagsliða sama ár. Einnig varð Vna Dijk enskur bikarmeistari árið 2022 og tvívegis hefur Liverpool unnið enska deildarbikarinn síðan Hollendingurinn mætti á Anfield.

Undanfarna mánuði hefur framtíð Van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold verið mikið til umræðu. Trent hefur samið við Real á meðan Salah hefur framlengt og nú hefur Van Dijk einnig ákveðið að framlengja í Bítlaborginni.

Það mun hins vegar kosta Liverpool skildinginn að halda Van Dijk. The Athletic sem og fleiri fjölmiðlar á Englandi hafa greint frá því að nýr samningur Van Dijk hljóði upp á 400 þúsund pund á viku eða litlar 68 milljónir íslenskra króna.

Liverpool er með 76 stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, 13 stigum meira en Arsenal sem er í 2. sæti, þegar sex umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×