Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar 18. apríl 2025 13:03 Stríðið í Úkraínu er tapað eins og önnur stríð sem háð hafa verið með vopnum, sama hvernig það fer. Hvorki lönd né þjóðir verða unnin með hernaði, ekki fremur að friðsamlegu og varanlega öruggu þjóðskipulagi verði komið á með vopnavaldi. Vopnasendingar til Úkraínu hafa ekki skilað þeim árangri sem vonast hefur verið eftir. Ófriðurinn heldur áfram og nú stendur til að magna hann enn frekar með langdrægum hertólum. Einu sýnilegu ráðin eru meiri hernaður. Meira stríð. Meira brjálæði. Alveg er sama hve ógeðfellt öfugsnúið það kann að virðast þá eru samningar eina leiðin til varanlegs friðar. Hörmungarnar í Palestínu eru skelfilegar. Ráðandi öfl halda uppi skoðanakúgun til réttlætingar á einhliða fjöldamorðum, beita lögregluvaldi og fangelsunum á þeim sem mótmæla villimannlegu framferði gegn saklausu fólki á Gasa. Nú hefur verið lokað fyrir alla hjálp inná þennan vettvang grimmdar og dauða og endir þessa brjálæðis stefnir sífellt í að verða verri. Illskan og ómennskan deilir og drottnar. Þær vonir um frið í Úkraínu sem bundnar voru við nýafstaðið forsetakjör í Bandaríkjunum eru brostnar. Nálgun hins nýkjörna forseta í friðarumleitunum er eingöngu á forsendum og hagsmunum Bandaríkjanna. Þá er ekki annað að sjá en þessi viðleitni sé runnin út í sandinn. Þá hefur orðræða hans um Kanada, Grænland, Danmörku, og Evrópusambandið grafið undan trausti og skaðað samskipti Bandaríkjanna og þessara þjóða. Þessi veruleiki hefur orðið til þess að áform um hervæðingu með tilheyrandi óttastjórnun hefur vaxið hröðum skerfum og vonir um varanlegan frið orðið æ fjarlægari. Friðarviðleitni hefur ekki náð að verða ráðandi. Ástandið í Súdan meiri hryllingur en orð fá lýst. Allsleysi, hungur, misþyrmingar og miskunnarlaus morð á saklausu fólki. Viljum við hafa þetta svona? Eigum við að leiða þennan veruleika hjá okkur, líta undan? Þurfa ekki friðarsinnar að brýna raust sína. Í kalda stríðinu var heimsendir af manna völdum yfirvofandi raunveruleiki. Það voru loftvarnaflautur í Reykjavík fram undir lok liðinnar aldar. Í símaskránni voru leiðbeiningar um hvernig bregðast átti við geislun frá kjarnorkusprengjum. Viljum við þetta aftur? Þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar kjarnorkuárásanna á Japan í heimstyrjöldinni síðari hefur þróun slíkra gereyðingarvopna haldið áfram og eru þau orðin útbreidd og margfalt öflugri en þau voru í upphafi. Nú eru hótanir um beitingu þessara vopna nánast orðnar hversdagslegar. Við sem munum tíma kalda stríðsins fundum vel hve mikill léttir varð af leiðtogafundurinn í Höfða 1986. Þau tímamót urðu söguleg. Á svipstundu ómaði orðspor Íslands sem merkisberi friðar um allan heim. Var það tilviljun að Yoko Ono valdi Ísland sem handhafa friðarsúlunnar sem komið var fyrir í Viðey? Þá horfði heimurinn aftur til Íslands. Viljum við að afkomendur okkar alist upp í styrjaldarótta eins og við sem fæddumst inn í kalda stríðið? Við kunnum og munum sögu síðari heimsstyrjaldarinnar vegna þess að við ólumst upp með þeim samtímaheimildum sem foreldrar okkar voru. Viljum við að siglingaleiðum verði lokað með tundurduflagirðingum og flutningar á sjó þurfi kafbátafylgd? Viljum við vöruskort með tilheyrandi skömmtunum eins og varði í mörg ár eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk? Viljum við þessa tíma aftur? Höfum líka hugfast að í stríði er lýðræði ekki til staðar. Þá fjarlægist lýðræðið fólkið og verður að þoku. Það virkar ekki. Kosningar eru blásnar af og öllu stjórnað með einhliða tilskipunum og hervaldi. Málfrelsi er einhliða afnumið og fólk fangelsað af engu tilefni, sakað um mótþróa gegn hervaldinu. Um þennan veruleika vitna nýleg dæmi í þeirri óöld sem nú fer vaxandi víða í heiminum. Reynt er með fjársvelti að kúga virtar menntastofnanir til hlýðni við öfgastefnur. Stærstu alþjóðasamtök eru ráðþrota. Þessa þróun verður að stöðva og snúa henni við. Þeir sem vilja vinna að friði í heiminum verða að ná höndum saman og grípa til ráða sem duga. Það er ekki nóg að lýsa yfir andstöðu við hernað, fordæma dauða og eyðileggingu? Þarf ekki að gera betur? Fjölþjóðleg ráðstefna um frið og alþjóðasamskipti er rökrétt byrjun? Hana er hægt að halda á Íslandi. Þjóðir heims verða að leggja aukna rækt við betri samskipti? Allsherjarsamtal er þar rétt nálgun? Er hægt að fá tónlistarfólk í heiminum að senda út ákall um frið, að fyrirmynd Life aid 85? Alheims friðartónleika? Er það möguleiki? Það myndi örugglega gera gagn. Er það meira í þágu bættra samskipta og friðar að gefa út einhliða yfirlýsingar og tilskipanir? Hindra ferðafrelsi? Afnema tjáningarfrelsi? Beita viðskiptaþvingunum og hafa uppi hótanir um beitingu hervalds? Leiðir það til betri samskipta og friðar? Viljum við að Norður-Kórea verði svarthol í samfélagi þjóðanna um ókomna tíð? Viljum við að Rússland verði líka eins og Norður Kórea? Er það markmið? Er óvildin og sundurlyndið í Miðausturlöndum óumbreytanlegt lögmál? Er aukin hervæðing og fjandskapur eina ráðið og svarið við þessum veruleika? Í síðustu forsetakosningum á Íslandi talaði Halla Tómasdóttir um að hún myndi nýta stöðu þína og krafta í að leiða fólk saman til góðra verka. Nú er þörfin er brýn. Fjöldi Íslendinga horfir nú til forseta Íslands sem leiðarljóss við að opna almenna umræðu um það sem okkur hér í heimi raunverulega vantar – sem er varanlegur friður. Höfum í huga S-in þrjú „samkennd, samtal og samvinna“. (C-in þrjú, „compassion, conversation and cooperation“). Þau geta sigrað heiminn innan frá ef haldið er á lofti þeim jákvæðu gildum og sjónarmiðum sem þau fela í sér – í stað ótta, fjandskapar og stríðsæsinga. - Vilji er allt sem þarf. Á páskum 2025. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Súdan Átök í Ísrael og Palestínu Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu er tapað eins og önnur stríð sem háð hafa verið með vopnum, sama hvernig það fer. Hvorki lönd né þjóðir verða unnin með hernaði, ekki fremur að friðsamlegu og varanlega öruggu þjóðskipulagi verði komið á með vopnavaldi. Vopnasendingar til Úkraínu hafa ekki skilað þeim árangri sem vonast hefur verið eftir. Ófriðurinn heldur áfram og nú stendur til að magna hann enn frekar með langdrægum hertólum. Einu sýnilegu ráðin eru meiri hernaður. Meira stríð. Meira brjálæði. Alveg er sama hve ógeðfellt öfugsnúið það kann að virðast þá eru samningar eina leiðin til varanlegs friðar. Hörmungarnar í Palestínu eru skelfilegar. Ráðandi öfl halda uppi skoðanakúgun til réttlætingar á einhliða fjöldamorðum, beita lögregluvaldi og fangelsunum á þeim sem mótmæla villimannlegu framferði gegn saklausu fólki á Gasa. Nú hefur verið lokað fyrir alla hjálp inná þennan vettvang grimmdar og dauða og endir þessa brjálæðis stefnir sífellt í að verða verri. Illskan og ómennskan deilir og drottnar. Þær vonir um frið í Úkraínu sem bundnar voru við nýafstaðið forsetakjör í Bandaríkjunum eru brostnar. Nálgun hins nýkjörna forseta í friðarumleitunum er eingöngu á forsendum og hagsmunum Bandaríkjanna. Þá er ekki annað að sjá en þessi viðleitni sé runnin út í sandinn. Þá hefur orðræða hans um Kanada, Grænland, Danmörku, og Evrópusambandið grafið undan trausti og skaðað samskipti Bandaríkjanna og þessara þjóða. Þessi veruleiki hefur orðið til þess að áform um hervæðingu með tilheyrandi óttastjórnun hefur vaxið hröðum skerfum og vonir um varanlegan frið orðið æ fjarlægari. Friðarviðleitni hefur ekki náð að verða ráðandi. Ástandið í Súdan meiri hryllingur en orð fá lýst. Allsleysi, hungur, misþyrmingar og miskunnarlaus morð á saklausu fólki. Viljum við hafa þetta svona? Eigum við að leiða þennan veruleika hjá okkur, líta undan? Þurfa ekki friðarsinnar að brýna raust sína. Í kalda stríðinu var heimsendir af manna völdum yfirvofandi raunveruleiki. Það voru loftvarnaflautur í Reykjavík fram undir lok liðinnar aldar. Í símaskránni voru leiðbeiningar um hvernig bregðast átti við geislun frá kjarnorkusprengjum. Viljum við þetta aftur? Þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar kjarnorkuárásanna á Japan í heimstyrjöldinni síðari hefur þróun slíkra gereyðingarvopna haldið áfram og eru þau orðin útbreidd og margfalt öflugri en þau voru í upphafi. Nú eru hótanir um beitingu þessara vopna nánast orðnar hversdagslegar. Við sem munum tíma kalda stríðsins fundum vel hve mikill léttir varð af leiðtogafundurinn í Höfða 1986. Þau tímamót urðu söguleg. Á svipstundu ómaði orðspor Íslands sem merkisberi friðar um allan heim. Var það tilviljun að Yoko Ono valdi Ísland sem handhafa friðarsúlunnar sem komið var fyrir í Viðey? Þá horfði heimurinn aftur til Íslands. Viljum við að afkomendur okkar alist upp í styrjaldarótta eins og við sem fæddumst inn í kalda stríðið? Við kunnum og munum sögu síðari heimsstyrjaldarinnar vegna þess að við ólumst upp með þeim samtímaheimildum sem foreldrar okkar voru. Viljum við að siglingaleiðum verði lokað með tundurduflagirðingum og flutningar á sjó þurfi kafbátafylgd? Viljum við vöruskort með tilheyrandi skömmtunum eins og varði í mörg ár eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk? Viljum við þessa tíma aftur? Höfum líka hugfast að í stríði er lýðræði ekki til staðar. Þá fjarlægist lýðræðið fólkið og verður að þoku. Það virkar ekki. Kosningar eru blásnar af og öllu stjórnað með einhliða tilskipunum og hervaldi. Málfrelsi er einhliða afnumið og fólk fangelsað af engu tilefni, sakað um mótþróa gegn hervaldinu. Um þennan veruleika vitna nýleg dæmi í þeirri óöld sem nú fer vaxandi víða í heiminum. Reynt er með fjársvelti að kúga virtar menntastofnanir til hlýðni við öfgastefnur. Stærstu alþjóðasamtök eru ráðþrota. Þessa þróun verður að stöðva og snúa henni við. Þeir sem vilja vinna að friði í heiminum verða að ná höndum saman og grípa til ráða sem duga. Það er ekki nóg að lýsa yfir andstöðu við hernað, fordæma dauða og eyðileggingu? Þarf ekki að gera betur? Fjölþjóðleg ráðstefna um frið og alþjóðasamskipti er rökrétt byrjun? Hana er hægt að halda á Íslandi. Þjóðir heims verða að leggja aukna rækt við betri samskipti? Allsherjarsamtal er þar rétt nálgun? Er hægt að fá tónlistarfólk í heiminum að senda út ákall um frið, að fyrirmynd Life aid 85? Alheims friðartónleika? Er það möguleiki? Það myndi örugglega gera gagn. Er það meira í þágu bættra samskipta og friðar að gefa út einhliða yfirlýsingar og tilskipanir? Hindra ferðafrelsi? Afnema tjáningarfrelsi? Beita viðskiptaþvingunum og hafa uppi hótanir um beitingu hervalds? Leiðir það til betri samskipta og friðar? Viljum við að Norður-Kórea verði svarthol í samfélagi þjóðanna um ókomna tíð? Viljum við að Rússland verði líka eins og Norður Kórea? Er það markmið? Er óvildin og sundurlyndið í Miðausturlöndum óumbreytanlegt lögmál? Er aukin hervæðing og fjandskapur eina ráðið og svarið við þessum veruleika? Í síðustu forsetakosningum á Íslandi talaði Halla Tómasdóttir um að hún myndi nýta stöðu þína og krafta í að leiða fólk saman til góðra verka. Nú er þörfin er brýn. Fjöldi Íslendinga horfir nú til forseta Íslands sem leiðarljóss við að opna almenna umræðu um það sem okkur hér í heimi raunverulega vantar – sem er varanlegur friður. Höfum í huga S-in þrjú „samkennd, samtal og samvinna“. (C-in þrjú, „compassion, conversation and cooperation“). Þau geta sigrað heiminn innan frá ef haldið er á lofti þeim jákvæðu gildum og sjónarmiðum sem þau fela í sér – í stað ótta, fjandskapar og stríðsæsinga. - Vilji er allt sem þarf. Á páskum 2025. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar