Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 18:23 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Vísir/Sigurjón Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki. Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki.
Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira