„Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 10:31 Þóra Kristín Jónsdóttir getur gætt sér á vængjum frá Just wingin' it eftir að hafa verið valin maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport Þóra Kristín Jónsdóttir, fyrirliði Hauka, hefur verið að spila sinn allra besta körfubolta í vetur og var valin leikmaður ársins eftir deildarkeppni Bónus-deildarinnar. Það er engin tilviljun. Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15. Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15.
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04