Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 22:32 Ástbjörn liggur hér sárþjáður eftir tæklingu Tryggva Hrafns. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku. KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í einum ef ekki skemmtilegasta leik sumarsins til þessa í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Ástbjörn sem og Finnur Tómas Pálmason, fyrirliði KR í fjarveru Arons Sigurðssonar, fóru meiddir af velli í leiknum. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 11-0 bikarsigur á KÁ staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson að Ástbjörn yrði eitthvað frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir á ökkla þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson tæklaði hann illa. „Við skoðum Finn (Tómas) bara dag frá degi. Hann fékk högg á hnéð og meiddist á öxl,“ sagði Óskar Hrafn um einn miðvarða sinna og óvíst hvort hann verði með gegn FH á miðvikudag. Jákvæðu fréttirnar fyrir KR eru þær að miðvörðurinn Birgir Steinn Styrmisson spilaði fyrri hálfleikinn gegn KÁ og Matthias Præst kom inn af bekknum á 55. mínútum en Daninn hefur ekki enn leikið með liðinu í deildinni. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom einnig inn af bekknum en hann fór einnig af velli gegn Val sem leiddi til þess að Atli Sigurjónsson og Gabríel Hrannar Eyjólfsson enduðu leikinn sem miðverðir. Stöðu sem hvorugur hefur eflaust spilað áður. Þá er bakvörðurinn Hjalti Sigurðsson búinn að taka út leikbann eftir að fá tvö gul gegn KA í 1. umferð og gæti því stigið inn fyrir Ástbjörn þegar KR heimsækir FH í Kaplakrika í 3. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á miðvikudaginn kemur, 23. apríl, og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta deildarsigri. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í einum ef ekki skemmtilegasta leik sumarsins til þessa í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Ástbjörn sem og Finnur Tómas Pálmason, fyrirliði KR í fjarveru Arons Sigurðssonar, fóru meiddir af velli í leiknum. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 11-0 bikarsigur á KÁ staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson að Ástbjörn yrði eitthvað frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir á ökkla þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson tæklaði hann illa. „Við skoðum Finn (Tómas) bara dag frá degi. Hann fékk högg á hnéð og meiddist á öxl,“ sagði Óskar Hrafn um einn miðvarða sinna og óvíst hvort hann verði með gegn FH á miðvikudag. Jákvæðu fréttirnar fyrir KR eru þær að miðvörðurinn Birgir Steinn Styrmisson spilaði fyrri hálfleikinn gegn KÁ og Matthias Præst kom inn af bekknum á 55. mínútum en Daninn hefur ekki enn leikið með liðinu í deildinni. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom einnig inn af bekknum en hann fór einnig af velli gegn Val sem leiddi til þess að Atli Sigurjónsson og Gabríel Hrannar Eyjólfsson enduðu leikinn sem miðverðir. Stöðu sem hvorugur hefur eflaust spilað áður. Þá er bakvörðurinn Hjalti Sigurðsson búinn að taka út leikbann eftir að fá tvö gul gegn KA í 1. umferð og gæti því stigið inn fyrir Ástbjörn þegar KR heimsækir FH í Kaplakrika í 3. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á miðvikudaginn kemur, 23. apríl, og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta deildarsigri.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira