Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 22. apríl 2025 13:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Landslið kvenna í handbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun