Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 15:29 Mikil óvissa ríkir nú í efnahagsmálum heimsins vegna tollastefnu Bandaríkjastjórnar og viðbrögðum viðskiptaríkja hennar. Spáð er umtalsvert minni hagvexti í heiminum en áður vegna tollastríðsins. Vísir/EPA Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði um 0,5 prósentustigum minni á heimsvísu í ár en hann reiknaði með áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um tolla á flest ríki heims fyrr í þessum mánuði. Horfurnar í Bandaríkjunum eru enn verri að mati sjóðsins. Hann reiknar nú með 0,9 prósentustigum minni hagvexti vestanhafs á þessu ári en í fyrri spá sinni, 1,8 prósent vexti. Það er heilu prósentustigi minni hagvöxtur en mældist í fyrra. Á evrusvæðinu gerir AGS ráð fyrir 0,2 stigum minni hagvexti en áður. Hann verði 0,8 prósent á þessu ári og 1,2 prósent á því næsta. Í Kína býst sjóðurinn nú við 0,6 stiga minni hagvexti á þessu ári en áður, um fjórum prósentum. Þá býst sjóðurinn við að verðbólga hjaðni hægar en hann reiknaði með í skýrslu um stöðu efnahagsmála heimsins í janúar og vísar enn til áhrifa tollanna. Sérstaklega eigi það við um Bandaríkin og önnur þróuð hagkerfi, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Við erum nú á leið inn í nýtt tímabil þar sem verið er að endurstilla hagkerfi heimins sem hefur verið við lýði undanfarin áttatíu ár,“ sagði Pierre-Olivier Gourinchas, yfirhagfræðingur AGS, við fréttamenn í dag. Þrátt fyrir þetta spáir AGS ekki kreppu í Bandaríkjunum. Líkur á niðursveiflu hefðu þó aukist úr um fjórðungslíkum í rúmlega þriðjungslíkur. Verðbólga þar gæti náð þremur prósentum á þessu ári, prósentustigi meira en sjóðurinn reiknaði með í janúar. Gourinchas varaði ennfremur við að ef tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki magnaðist enn frekar mætti gera ráð fyrir enn meiri efnahagslegri óvissu og óstöðugleika sem bitnaði á heimshagkerfinu. Nú væri algerlega nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum sem tollastríðið hefur snúið á haus. Bandaríkin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Skattar og tollar Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði um 0,5 prósentustigum minni á heimsvísu í ár en hann reiknaði með áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um tolla á flest ríki heims fyrr í þessum mánuði. Horfurnar í Bandaríkjunum eru enn verri að mati sjóðsins. Hann reiknar nú með 0,9 prósentustigum minni hagvexti vestanhafs á þessu ári en í fyrri spá sinni, 1,8 prósent vexti. Það er heilu prósentustigi minni hagvöxtur en mældist í fyrra. Á evrusvæðinu gerir AGS ráð fyrir 0,2 stigum minni hagvexti en áður. Hann verði 0,8 prósent á þessu ári og 1,2 prósent á því næsta. Í Kína býst sjóðurinn nú við 0,6 stiga minni hagvexti á þessu ári en áður, um fjórum prósentum. Þá býst sjóðurinn við að verðbólga hjaðni hægar en hann reiknaði með í skýrslu um stöðu efnahagsmála heimsins í janúar og vísar enn til áhrifa tollanna. Sérstaklega eigi það við um Bandaríkin og önnur þróuð hagkerfi, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Við erum nú á leið inn í nýtt tímabil þar sem verið er að endurstilla hagkerfi heimins sem hefur verið við lýði undanfarin áttatíu ár,“ sagði Pierre-Olivier Gourinchas, yfirhagfræðingur AGS, við fréttamenn í dag. Þrátt fyrir þetta spáir AGS ekki kreppu í Bandaríkjunum. Líkur á niðursveiflu hefðu þó aukist úr um fjórðungslíkum í rúmlega þriðjungslíkur. Verðbólga þar gæti náð þremur prósentum á þessu ári, prósentustigi meira en sjóðurinn reiknaði með í janúar. Gourinchas varaði ennfremur við að ef tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki magnaðist enn frekar mætti gera ráð fyrir enn meiri efnahagslegri óvissu og óstöðugleika sem bitnaði á heimshagkerfinu. Nú væri algerlega nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum sem tollastríðið hefur snúið á haus.
Bandaríkin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Skattar og tollar Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent