Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 15:29 Mikil óvissa ríkir nú í efnahagsmálum heimsins vegna tollastefnu Bandaríkjastjórnar og viðbrögðum viðskiptaríkja hennar. Spáð er umtalsvert minni hagvexti í heiminum en áður vegna tollastríðsins. Vísir/EPA Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði um 0,5 prósentustigum minni á heimsvísu í ár en hann reiknaði með áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um tolla á flest ríki heims fyrr í þessum mánuði. Horfurnar í Bandaríkjunum eru enn verri að mati sjóðsins. Hann reiknar nú með 0,9 prósentustigum minni hagvexti vestanhafs á þessu ári en í fyrri spá sinni, 1,8 prósent vexti. Það er heilu prósentustigi minni hagvöxtur en mældist í fyrra. Á evrusvæðinu gerir AGS ráð fyrir 0,2 stigum minni hagvexti en áður. Hann verði 0,8 prósent á þessu ári og 1,2 prósent á því næsta. Í Kína býst sjóðurinn nú við 0,6 stiga minni hagvexti á þessu ári en áður, um fjórum prósentum. Þá býst sjóðurinn við að verðbólga hjaðni hægar en hann reiknaði með í skýrslu um stöðu efnahagsmála heimsins í janúar og vísar enn til áhrifa tollanna. Sérstaklega eigi það við um Bandaríkin og önnur þróuð hagkerfi, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Við erum nú á leið inn í nýtt tímabil þar sem verið er að endurstilla hagkerfi heimins sem hefur verið við lýði undanfarin áttatíu ár,“ sagði Pierre-Olivier Gourinchas, yfirhagfræðingur AGS, við fréttamenn í dag. Þrátt fyrir þetta spáir AGS ekki kreppu í Bandaríkjunum. Líkur á niðursveiflu hefðu þó aukist úr um fjórðungslíkum í rúmlega þriðjungslíkur. Verðbólga þar gæti náð þremur prósentum á þessu ári, prósentustigi meira en sjóðurinn reiknaði með í janúar. Gourinchas varaði ennfremur við að ef tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki magnaðist enn frekar mætti gera ráð fyrir enn meiri efnahagslegri óvissu og óstöðugleika sem bitnaði á heimshagkerfinu. Nú væri algerlega nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum sem tollastríðið hefur snúið á haus. Bandaríkin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Skattar og tollar Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði um 0,5 prósentustigum minni á heimsvísu í ár en hann reiknaði með áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um tolla á flest ríki heims fyrr í þessum mánuði. Horfurnar í Bandaríkjunum eru enn verri að mati sjóðsins. Hann reiknar nú með 0,9 prósentustigum minni hagvexti vestanhafs á þessu ári en í fyrri spá sinni, 1,8 prósent vexti. Það er heilu prósentustigi minni hagvöxtur en mældist í fyrra. Á evrusvæðinu gerir AGS ráð fyrir 0,2 stigum minni hagvexti en áður. Hann verði 0,8 prósent á þessu ári og 1,2 prósent á því næsta. Í Kína býst sjóðurinn nú við 0,6 stiga minni hagvexti á þessu ári en áður, um fjórum prósentum. Þá býst sjóðurinn við að verðbólga hjaðni hægar en hann reiknaði með í skýrslu um stöðu efnahagsmála heimsins í janúar og vísar enn til áhrifa tollanna. Sérstaklega eigi það við um Bandaríkin og önnur þróuð hagkerfi, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Við erum nú á leið inn í nýtt tímabil þar sem verið er að endurstilla hagkerfi heimins sem hefur verið við lýði undanfarin áttatíu ár,“ sagði Pierre-Olivier Gourinchas, yfirhagfræðingur AGS, við fréttamenn í dag. Þrátt fyrir þetta spáir AGS ekki kreppu í Bandaríkjunum. Líkur á niðursveiflu hefðu þó aukist úr um fjórðungslíkum í rúmlega þriðjungslíkur. Verðbólga þar gæti náð þremur prósentum á þessu ári, prósentustigi meira en sjóðurinn reiknaði með í janúar. Gourinchas varaði ennfremur við að ef tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki magnaðist enn frekar mætti gera ráð fyrir enn meiri efnahagslegri óvissu og óstöðugleika sem bitnaði á heimshagkerfinu. Nú væri algerlega nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum sem tollastríðið hefur snúið á haus.
Bandaríkin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Skattar og tollar Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira