Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 19:02 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Vísir/Ívar Fannar Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira