Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 10:47 Landsréttur hefur úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til þess að hann komi sér ekki undan framkvæmd flutnings til Litáen. Vísir/Viktor Freyr Litáískur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar. Hann hefur ekki afplánað fjögurra og hálfs árs dóm vegna kynferðisbrota gegn barnungri stúlku í heimalandinu. Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira