Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 10:46 Vignir Vatnar í skýjunum með sigurinn á norska skáksnillingnum. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson gerði sér lítið fyrir og lagði Magnus Carlsen, fimmfaldan heimsmeistara í skák, í gærkvöldi. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Carlsen eftir að hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Stressið var mikið þótt sigurinn hafi verið öruggur. „Já ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“ segir Vignir eðlilega í skýjunum. Ekki amalegt að vera með 100 prósent vinningshlutfall gegn Carlsen. Um er að ræða skákmótið Titled Tuesday á netinu sem haldið er á hverjum þriðjudegi. Peningaverðlaun eru í boði og sterkustu skákmenn heimsins eru á meðal þátttakenda að sögn Vignis. „Þetta var helvíti sérstök skák,“ segir Vignir. Hann hafi teflt byrjun sem sé ekki endilega vænleg til árangurs og hafi ekki skilað honum sérstakri stöðu. „Síðan yfirspila ég hann og vinn peð af honum og næ að halda dampi og pressa hann þangað til að hann verður að gefa biskupinn sinn. Eftirleikurinn var auðveldur nema það að ég var orðinn helvíti stressaður! Ég var að streyma þessu og vildi alls ekki fara missa þetta niður og klúðra þessu fyrir framan áhorfendur.“ Hvort tapið leggist á sálina hjá Carlsen er óvíst enda vann hann mótið. Vann tíu skákir af ellefu. Eina tapið gegn íslenska stórmeistaranum. „Ég lenti í algjöru spennufalli eftir sigurinn þannig að ég tapaði næstu tveimur skákum. Ég endaði í 50. sæti en mín besta frammistaða í þessu móti er 10. sæti,“ segir Vignir. Hann segist ekki fyrsti Íslendingurinn til að hafa betur gegn Carlsen en sá fyrsti síðan sá norski komst í fullorðinna manna tölu. „Ég veit það hafa einhverjir unnið hann frá Íslandi á netinu, kannski tveir til þrír. Það var þegar hann var mjög ungur, kannski 12 til 14 ára. En það hefur enginn unnið hann eftir að hann varð besti skákmaður heims sem er frá 2011 til dagsins í dag,“ segir Vignir. Hann segist vera í miklum gír og lýsir stöðunni á sér sem frábærri. „Ég hef aldrei verið að tefla svona vel og bíð spenntur eftir komandi mótum.“ Fram undan er mót í Svíþjóð eftir fimm daga. „Síðan mun ég fara í sumarreisu eins og ég gerði á síðasta ári þar sem ég tefli út um allan heim og bý bókstaflega i ferðatösku. Við sjáum hvernig gengur eftir sumarið en ég stefni mjög fljótt á að verða meðal 100 bestu í heiminum.“ Vignir heldur úti skákskóla á vefsíðu sinni vignirvatnar.is sem hann segir að gangi stórkostlega. „Áhuginn er mikill á skák á Íslandi og það er fátt sem gerir mig meira hamingjusaman en að heyra og sjá hvað fólk er að bæta sig með að nota síðuna, á hvaða aldri sem er. En sérstaklega okkar efnilegasta fólk sem er að leggja skáklistina fyrir sig. Síðan höfum við verið að halda skákmót líka sem hafa gengið frábærlega.“ Vignir Vatnar er á meðal sautján stórmeistara sem Íslendingar hafa átt. Friðrik Ólafsson heitinn var sá fyrsti árið 1958 og Vignir Vatnar er sá nýjasti, síðan 2023. Fimm stórmeistarar fengu úthlutað ellefu mánaða styrk úr afrekssjóði í ferbúar, Vignir Vatnar þar á meðal. Þeir fengu ellefu mánuðum úthlutað en styrkur hvers mánaðar er upp á 490 þúsund. „Ég get ekki lifað á því einu og sér eins og staðan er í dag en þetta hjálpar mér mikið og gerir mér kleift að tefla um heiminn og halda skák arfleifð Íslands áfram sem er heldur betur risastór!“ Skák Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
„Já ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“ segir Vignir eðlilega í skýjunum. Ekki amalegt að vera með 100 prósent vinningshlutfall gegn Carlsen. Um er að ræða skákmótið Titled Tuesday á netinu sem haldið er á hverjum þriðjudegi. Peningaverðlaun eru í boði og sterkustu skákmenn heimsins eru á meðal þátttakenda að sögn Vignis. „Þetta var helvíti sérstök skák,“ segir Vignir. Hann hafi teflt byrjun sem sé ekki endilega vænleg til árangurs og hafi ekki skilað honum sérstakri stöðu. „Síðan yfirspila ég hann og vinn peð af honum og næ að halda dampi og pressa hann þangað til að hann verður að gefa biskupinn sinn. Eftirleikurinn var auðveldur nema það að ég var orðinn helvíti stressaður! Ég var að streyma þessu og vildi alls ekki fara missa þetta niður og klúðra þessu fyrir framan áhorfendur.“ Hvort tapið leggist á sálina hjá Carlsen er óvíst enda vann hann mótið. Vann tíu skákir af ellefu. Eina tapið gegn íslenska stórmeistaranum. „Ég lenti í algjöru spennufalli eftir sigurinn þannig að ég tapaði næstu tveimur skákum. Ég endaði í 50. sæti en mín besta frammistaða í þessu móti er 10. sæti,“ segir Vignir. Hann segist ekki fyrsti Íslendingurinn til að hafa betur gegn Carlsen en sá fyrsti síðan sá norski komst í fullorðinna manna tölu. „Ég veit það hafa einhverjir unnið hann frá Íslandi á netinu, kannski tveir til þrír. Það var þegar hann var mjög ungur, kannski 12 til 14 ára. En það hefur enginn unnið hann eftir að hann varð besti skákmaður heims sem er frá 2011 til dagsins í dag,“ segir Vignir. Hann segist vera í miklum gír og lýsir stöðunni á sér sem frábærri. „Ég hef aldrei verið að tefla svona vel og bíð spenntur eftir komandi mótum.“ Fram undan er mót í Svíþjóð eftir fimm daga. „Síðan mun ég fara í sumarreisu eins og ég gerði á síðasta ári þar sem ég tefli út um allan heim og bý bókstaflega i ferðatösku. Við sjáum hvernig gengur eftir sumarið en ég stefni mjög fljótt á að verða meðal 100 bestu í heiminum.“ Vignir heldur úti skákskóla á vefsíðu sinni vignirvatnar.is sem hann segir að gangi stórkostlega. „Áhuginn er mikill á skák á Íslandi og það er fátt sem gerir mig meira hamingjusaman en að heyra og sjá hvað fólk er að bæta sig með að nota síðuna, á hvaða aldri sem er. En sérstaklega okkar efnilegasta fólk sem er að leggja skáklistina fyrir sig. Síðan höfum við verið að halda skákmót líka sem hafa gengið frábærlega.“ Vignir Vatnar er á meðal sautján stórmeistara sem Íslendingar hafa átt. Friðrik Ólafsson heitinn var sá fyrsti árið 1958 og Vignir Vatnar er sá nýjasti, síðan 2023. Fimm stórmeistarar fengu úthlutað ellefu mánaða styrk úr afrekssjóði í ferbúar, Vignir Vatnar þar á meðal. Þeir fengu ellefu mánuðum úthlutað en styrkur hvers mánaðar er upp á 490 þúsund. „Ég get ekki lifað á því einu og sér eins og staðan er í dag en þetta hjálpar mér mikið og gerir mér kleift að tefla um heiminn og halda skák arfleifð Íslands áfram sem er heldur betur risastór!“
Skák Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira