Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 09:31 Vignir Vatnar Stefánsson stefnir hátt og verður sigurinn á Carlsen ekki minni hvatning á þeirri vegferð. Vísir/Ívar Ungur íslenskur stórmeistari, Vignir Vatnar Stefánsson, skalf meðan hann hafði betur gegn Norðmanninum Magnusi Carlsen á skákmóti í fyrrakvöld. Við tekur mikið flakk milli skákmóta um álfuna. „Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Skák Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
„Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Skák Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira