Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 24. apríl 2025 14:00 Í myrkri átakanna á Gaza má greina þau sem verða verst úti – börnin. Þau sem fæddust í heim þar sem hvorki öryggi né von er fyrir hendi. Samkvæmt UNICEF hafa tugþúsundir barna á Gaza misst líf sitt, limi, foreldra, heimili og tækifæri til að lifa hefðbundna barnæsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sáttmáli sem flest ríki heims hafa undirritað, kveður á um rétt allra barna til lífs, menntunar, verndar og þátttöku í samfélaginu. En hvar eru þessi réttindi nú? Barnasáttmálinn kveður skýrt á um rétt barna til lífs, verndar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, þátttöku og friðsamlegs uppvaxtar. Sérstaklega má nefna 6., 19., 28. og 38. grein sáttmálans sem vernda börn gegn ofbeldi, tryggja þeim aðgang að menntun og vernd í stríðsátökum. Núverandi ástand á Gaza brýtur í bága við allar þessar greinar. Hryllingur bernskunnar Börn sem áður héldu í leikföng, halda nú í líf sitt. Þau sofa undir opnum himni, hrædd, svöng og í sorg. Þau hafa misst skólana sína, vini sína, föður, móður – og trú á réttlæti. Mannskæðar loftárásir, brot á mannúðarlögum og stöðugt óöryggi skapa djúp sálræn og líkamleg sár sem munu fylgja börnum í gegnum lífið, ef þau lifa það af. Íslenskur raunveruleiki minnir okkur á mikilvægi friðar og mannréttinda. Menntakerfið okkar byggir á hugmyndafræði þar sem velferð barnsins, heildrænar þroskaþarfir og menntun eru í forgrunni og þar sem lýðræði og mannréttindi eru kennd sem grunnstoðir samfélagsins. Í því ljósi er ómögulegt að líta fram hjá þeirri stöðu sem börn á Gaza standa frammi fyrir. Brotin loforð heimsins Við sem samfélag, sem alþjóðasamfélag, getum ekki samþykkt að horfa þegjandi á. Við verðum að spyrja okkur: Hvað er verðmætara en að verja og standa með börnum? Hver er trúverðugleiki Barnasáttmálans ef hann ver ekki þau sem hann á að verja best? Og hvernig útskýrum við fyrir næstu kynslóð af hverju við þögðum þegar börn voru myrt og framtíð þeirra stolið? Til að endurvekja von og reisn verður að tryggja tafarlausa vopnahlé, mannúðaraðstoð og uppbyggingu sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. En einnig þurfum við að horfast í augu við ábyrgð okkar og þegjandi samþykki og breyta í virka þátttöku, þrýsting og samstöðu. Ekkert barn á að alast upp í sprengjuhelvíti. Ekkert barn á að missa fjölskyldu sína og framtíð sína vegna pólitískra hagsmuna. Ekkert barn má gleymast. Við verðum að standa með börnunum – ekki sem áhorfendur, heldur sem verndarar. Höfundur er kennari og ritari VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í myrkri átakanna á Gaza má greina þau sem verða verst úti – börnin. Þau sem fæddust í heim þar sem hvorki öryggi né von er fyrir hendi. Samkvæmt UNICEF hafa tugþúsundir barna á Gaza misst líf sitt, limi, foreldra, heimili og tækifæri til að lifa hefðbundna barnæsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sáttmáli sem flest ríki heims hafa undirritað, kveður á um rétt allra barna til lífs, menntunar, verndar og þátttöku í samfélaginu. En hvar eru þessi réttindi nú? Barnasáttmálinn kveður skýrt á um rétt barna til lífs, verndar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, þátttöku og friðsamlegs uppvaxtar. Sérstaklega má nefna 6., 19., 28. og 38. grein sáttmálans sem vernda börn gegn ofbeldi, tryggja þeim aðgang að menntun og vernd í stríðsátökum. Núverandi ástand á Gaza brýtur í bága við allar þessar greinar. Hryllingur bernskunnar Börn sem áður héldu í leikföng, halda nú í líf sitt. Þau sofa undir opnum himni, hrædd, svöng og í sorg. Þau hafa misst skólana sína, vini sína, föður, móður – og trú á réttlæti. Mannskæðar loftárásir, brot á mannúðarlögum og stöðugt óöryggi skapa djúp sálræn og líkamleg sár sem munu fylgja börnum í gegnum lífið, ef þau lifa það af. Íslenskur raunveruleiki minnir okkur á mikilvægi friðar og mannréttinda. Menntakerfið okkar byggir á hugmyndafræði þar sem velferð barnsins, heildrænar þroskaþarfir og menntun eru í forgrunni og þar sem lýðræði og mannréttindi eru kennd sem grunnstoðir samfélagsins. Í því ljósi er ómögulegt að líta fram hjá þeirri stöðu sem börn á Gaza standa frammi fyrir. Brotin loforð heimsins Við sem samfélag, sem alþjóðasamfélag, getum ekki samþykkt að horfa þegjandi á. Við verðum að spyrja okkur: Hvað er verðmætara en að verja og standa með börnum? Hver er trúverðugleiki Barnasáttmálans ef hann ver ekki þau sem hann á að verja best? Og hvernig útskýrum við fyrir næstu kynslóð af hverju við þögðum þegar börn voru myrt og framtíð þeirra stolið? Til að endurvekja von og reisn verður að tryggja tafarlausa vopnahlé, mannúðaraðstoð og uppbyggingu sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. En einnig þurfum við að horfast í augu við ábyrgð okkar og þegjandi samþykki og breyta í virka þátttöku, þrýsting og samstöðu. Ekkert barn á að alast upp í sprengjuhelvíti. Ekkert barn á að missa fjölskyldu sína og framtíð sína vegna pólitískra hagsmuna. Ekkert barn má gleymast. Við verðum að standa með börnunum – ekki sem áhorfendur, heldur sem verndarar. Höfundur er kennari og ritari VG
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun