Sport

Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julia Frederick var bæði hissa og ánægð þegar hann fór niður á annað hnéð.
Julia Frederick var bæði hissa og ánægð þegar hann fór niður á annað hnéð. Skjámynd/Mass General Brigham

Andrew Becker valdi sér mjög sérstakan tíma til að biðja kærustunnar eða í miðju Boston maraþoninu.

Becker er svæfingalæknir á Brigham kvennasjúkrahúsinu en var að keppa með Mass General maraþonliðinu í hlaupinu.

Kærasta hans Julia Frederick fylgdist með honum á lokasprettinum og hvatti hann áfram. Allt í einu hætti hann að hlaupa, kom til hennar og fór niður á annað hnéð.

Hann tók hring upp úr vasanum og bað Juliu sem var augljóslega hissa. Hún sagði þó sem betur fer já.

Becker var líka í sérstökum bol sem á stóð: Viltu giftast mér? Hann var síðan með annað bol sem á stóð: Hún sagði já.

Becker hélt síðan áfram að hlaupa og kláraði maraþonhlaupið skælbrosandi. Það má sjá myndband af þessu hér fyrir neðan.

Spurning hvort þetta gefi einhverjum hugmynd fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×