Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 15:42 Stevie Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar, (t.v.) tekur í höndina á Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Kreml í dag. Witkoff hefur endurómað réttlætingar Rússa fyrir innrás þeirra í Úkraínu á undanförnum vikum. Vísir/EPA Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira