Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 26. apríl 2025 11:02 Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun