Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:00 Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun