Innlent

Bogi les sinn síðasta frétta­tíma á morgun

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Bogi Ágústsson les sinn síðasta fréttatíma á morgun.
Bogi Ágústsson les sinn síðasta fréttatíma á morgun. Vísir

Bogi Ágústsson, fréttaþulur Ríkisútvarpsins, les sinn síðasta fréttatíma á morgun. 

Þetta tilkynnti Birta Björnsdóttir fréttaþulur í kvöldfréttum RÚV.

„Við minnum á sögulegan fréttatíma á morgun en það verður síðasti fréttatími sem Bogi Ágústsson les,“ sagði Birta í lok fréttatímans.

Bogi hóf störf í hjá Ríkisútvarpinu á meðan hann stundaði nám við Háskóla Íslands 24 ára gamall og hóf störf sem fréttaþulur 25 ára.

Hann hefur sinnt ýmsum störfum innan RÚV á þeim fimmtíu árum sem hann hefur starfað í faginu, til að mynda sem fréttastjóri og forstöðumaður fréttasviðs. Bogi er 73 ára og því kominn á eftirlaun en hefur starfað sem verktaki sem fréttaþulur hjá RÚV.

Sindri Sindrason drakk morgunkaffibollann með Boga fyrir nokkrum mánuðum þar sem þeir fóru yfir líf og störf Boga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×