„Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 10:06 Brittanny Dinkins var glaðbeitt eftir magnaða frammistöðu sína gegn Keflavík í gær, þegar Njarðvík tryggði sig inn í úrslitaeinvígið við Hauka. Hún var valin Just Wingin' it maður leiksins. Stöð 2 Sport Hin bandaríska Brittanny Dinkins hrósaði liðsfélögum sínum í Njarðvík í hástert eftir að liðið sló út fráfarandi Íslandsmeistara Keflavíkur og kom sér í úrslitaeinvígi við Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Sjá meira
Dinkins er 31 árs og hefur spilað með Keflavík, Fjölni og nú Njarðvík, og tvívegis orðið bikarmeistari, en hún bíður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Sá draumur gæti nú ræst þó að Dinkins viðurkenni að fólk hafi ekki endilega búist við því fyrir tímabilið: „Þetta er góð tilfinning. Ef ég á að vera hreinskilin þá voru ekki miklar væntingar fyrir þessa leiktíð, komandi inn í ungt Njarðvíkurlið. En það er frábært að vera komin hingað og vera að fara að berjast um meistaratitilinn,“ sagði Dinkins sem var Just Wingin‘ it maður leiksins gegn Keflavík í gær og mætti því í settið hjá Körfuboltakvöldi. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dinkins maður leiksins Dinkins setti niður 22 stig í seinni hálfleik gegn Keflavík í gær og óhætt að segja að hún hafi tekið yfir leikinn. Það var þó ekki meðvituð ákvörðun: „Ég hugsa ekkert um það. Maður vissi bara að það væri komið að úrslitastundu og þá verður maður að gera það sem þarf. Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn. Maður verður bara að borða það sem er í matinn. Þegar ég kemst í þennan gír þá verð ég bara að halda mér í honum. Við erum með frábært þjálfarateymi og frábært lið sem gerir mér kleift að njóta mín þegar ég kemst í þennan gír,“ sagði Dinkins. Þær Dinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler eru í lykilhlutverkum hjá Njarðvík og ná afar vel saman innan sem utan vallar að sögn Dinkins. „Ég elska þessar stelpur. Þetta byrjar utan vallar, fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Það er þar sem góður liðsandi verður til. Okkur er annt hver um aðra. Þær hafa allar stutt við mig eftir síðasta leik, hjálpað mér um allt sem ég þarf, og þetta sýnir sig á vellinum. Við náum virkilega vel saman, bæði innan og utan vallar,“ sagði DInkins sem hrósaði einnig ungum leikmönnum Njarðvíkur óspart: „Ég er svo ánægð með þær að ég gæti orðið tilfinningasöm. Það er blessun að vera með svona hóp af hæfileikaríkum stelpum en tilbúnar að fá þjálfun. Þær vilja verða betri, vilja vera á vellinum og upplifa þessi augnablik. Þær eru ekki með neinar afsakanir og þær hlusta þegar maður reynir að leiðbeina þeim. Maður fær ekki neitt attitjúd frá þeim og ég er líka opin fyrir því að þær segi hvað sem er við mig. Ég er ekki fullkomin og ef ég fer yfir strikið þá sýni ég þeim þá virðingu að geta sagt mér það. Þær eiga meira hrós skilið en þær hafa fengið á leiktíðinni, ekki bara í minni leikjum heldur einnig í svona stórum leikjum.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. 27. apríl 2025 18:32