Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar