Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt. Þrátt fyrir að skólabyggingar séu meðal stærstu fasteigna borgarinnar, standa þær að miklu leyti auðar yfir sumarið – þar liggja tækifæri til að nýta þær á gagnlegan hátt. Á sama tíma eigum við í baráttu við síendurtekið vandamál: myglu í skólum. Það má spyrja einfaldra spurninga: Af hverju nýtum við ekki skólahúsnæði betur yfir sumarið?Af hverju fá ekki listamenn, hópar eða samfélagsverkefni aðgang að þessum húsum þegar þau standa annars ónotuð?Hvers vegna snúum við ekki vandamálinu í tekjulind? Leigum út skólana – í þágu loftgæða og lífsgæða Hugmyndin sem ég legg til er einföld: Reykjavíkurborg bjóði kerfisbundið út skólahúsnæði til tímabundinnar leigu yfir sumarmánuðina. Það gæti verið ein álma með sal og stofum, eða bara ein sérinngangsstofa – eftir aðstæðum. Notkunin gæti verið fjölbreytt: listasýningar, tónleikar, æfingar, námskeið, sumarbúðir, ráðstefnur eða nýsköpunarverkefni. Slíkt fyrirkomulag gæti: Bætt loftflæði og minnkað líkur á myglu. Skapað nýja tekjulind fyrir borgina. Stutt við menningu og grasrót. Gert Reykjavík að enn fjölbreyttari borg yfir sumarið. Þetta snýst ekki bara um ónotað rými - heldur um tækifæri. Það er engin ástæða fyrir því að skólabyggingar standi lokaðar í 6–10 vikur eins og heilagir gripir. Skólarnir eru samfélagsleg auðlind og við ættum að meðhöndla þá sem slíka. Engir öfgar – bara skynsemi Hér á landi eru dæmi um að skólahúsnæði séu notuð fyrir námskeið eða viðburði, en það er undantekning, ekki regla. Hver hefur ekki gist í skóla í Vestmanneyjum á fótboltamóti?Reykjavíkurborg gæti verið leiðandi í því að þróa þessa nálgun áfram með ábyrgum hætti. Með því að skilgreina reglur, verðskrá, viðmið og tryggja samráð við skólayfirvöld – væri hægt að gera þetta að sjálfbæru og gagnlegu kerfi. Við gerum kröfur um skilvirkni í allri opinberri starfsemi. En þegar kemur að fasteignum borgarinnar virðist viðmið okkar oft gleymast. Það er kominn tími til að við horfum á þessar byggingar með nýjum augum: sem lífleg samfélagsrými – ekki lokaðar hirslur fyrir krakka og kennara. Hvað nú? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg skoði þessa hugmynd af alvöru og ekki síst að við hættum að líta á skólahúsnæði sem rými með aðeins eitt hlutverk. Staðreyndin er sú að virk notkun og góð loftræsting kemur í veg fyrir myglu. Við getum á sama tíma stutt við menningu og nýsköpun, jafnvel aflað tekna (ekki veitir af). Þetta er ekki flókið. Byggingarnar eru til, tækifærið er raunverulegt og lausnin er einföld: opnum dyrnar, hleypum inn fólki og lofti – gerum borgina okkar skynsamari í leiðinni. Höfundur er ungur Framsóknarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt. Þrátt fyrir að skólabyggingar séu meðal stærstu fasteigna borgarinnar, standa þær að miklu leyti auðar yfir sumarið – þar liggja tækifæri til að nýta þær á gagnlegan hátt. Á sama tíma eigum við í baráttu við síendurtekið vandamál: myglu í skólum. Það má spyrja einfaldra spurninga: Af hverju nýtum við ekki skólahúsnæði betur yfir sumarið?Af hverju fá ekki listamenn, hópar eða samfélagsverkefni aðgang að þessum húsum þegar þau standa annars ónotuð?Hvers vegna snúum við ekki vandamálinu í tekjulind? Leigum út skólana – í þágu loftgæða og lífsgæða Hugmyndin sem ég legg til er einföld: Reykjavíkurborg bjóði kerfisbundið út skólahúsnæði til tímabundinnar leigu yfir sumarmánuðina. Það gæti verið ein álma með sal og stofum, eða bara ein sérinngangsstofa – eftir aðstæðum. Notkunin gæti verið fjölbreytt: listasýningar, tónleikar, æfingar, námskeið, sumarbúðir, ráðstefnur eða nýsköpunarverkefni. Slíkt fyrirkomulag gæti: Bætt loftflæði og minnkað líkur á myglu. Skapað nýja tekjulind fyrir borgina. Stutt við menningu og grasrót. Gert Reykjavík að enn fjölbreyttari borg yfir sumarið. Þetta snýst ekki bara um ónotað rými - heldur um tækifæri. Það er engin ástæða fyrir því að skólabyggingar standi lokaðar í 6–10 vikur eins og heilagir gripir. Skólarnir eru samfélagsleg auðlind og við ættum að meðhöndla þá sem slíka. Engir öfgar – bara skynsemi Hér á landi eru dæmi um að skólahúsnæði séu notuð fyrir námskeið eða viðburði, en það er undantekning, ekki regla. Hver hefur ekki gist í skóla í Vestmanneyjum á fótboltamóti?Reykjavíkurborg gæti verið leiðandi í því að þróa þessa nálgun áfram með ábyrgum hætti. Með því að skilgreina reglur, verðskrá, viðmið og tryggja samráð við skólayfirvöld – væri hægt að gera þetta að sjálfbæru og gagnlegu kerfi. Við gerum kröfur um skilvirkni í allri opinberri starfsemi. En þegar kemur að fasteignum borgarinnar virðist viðmið okkar oft gleymast. Það er kominn tími til að við horfum á þessar byggingar með nýjum augum: sem lífleg samfélagsrými – ekki lokaðar hirslur fyrir krakka og kennara. Hvað nú? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg skoði þessa hugmynd af alvöru og ekki síst að við hættum að líta á skólahúsnæði sem rými með aðeins eitt hlutverk. Staðreyndin er sú að virk notkun og góð loftræsting kemur í veg fyrir myglu. Við getum á sama tíma stutt við menningu og nýsköpun, jafnvel aflað tekna (ekki veitir af). Þetta er ekki flókið. Byggingarnar eru til, tækifærið er raunverulegt og lausnin er einföld: opnum dyrnar, hleypum inn fólki og lofti – gerum borgina okkar skynsamari í leiðinni. Höfundur er ungur Framsóknarmaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun